is Íslenska en English

Lokaverkefni (Meistara)

Háskóli Íslands > Félagsvísindasvið > Meistaraprófsritgerðir - Félagsvísindasvið >

Vinsamlegast notið þetta auðkenni þegar þið vitnið til verksins eða tengið í það: http://hdl.handle.net/1946/23316

Titill: 
  • „...þetta er ofboðslega húmanískt, þú þarft að vera mikil manneskja...alltaf með jafnaðargeð, alltaf tilbúin...“ Þekking og reynsla fagfólks í starfi með hælisleitendum innan félagsþjónustunnar
Námsstig: 
  • Meistara
Útdráttur: 
  • Rannsókn þessi fjallar um þekkingu og reynslu í starfi fagaðila með hælisleitendum innan félagsþjónustunnar á Íslandi. Markmið rannsóknarinnar var að fá innsýn í þekkingu og reynsluheim þessa fagfólks og skoða hverjir helstu áhrifaþættir væru í starfi þeirra. Rannsóknarspurningarnar voru tvær; hver er þekking og reynsla fagfólks innan félagsþjónustu sem starfa með hælisleitendum á Íslandi? og hverjir eru helstu áhrifaþættir í starfi þeirra?
    Notast var við eigindlega rannsóknaraðferð þar sem tekin voru viðtöl við sjö starfsmenn sem vinna með hælisleitendum innan félagsþjónustu í tveimur sveitarfélögum. Við greiningu gagna komu fram fimm þemu en þau eru stefna og verklag, stuðningur og utanumhald, upplifun í starfi, samstarf á milli stofnana og að lokum hvað mætti betur fara. Viðmælendur voru allir sammála um að starfið væri fjölbreytt og skemmtilegt en á sama tíma krefjandi og að því fylgdi mikið álag. Álag og tímaskortur höfðu áhrif á marga þætti í starfi þeirra eins og til dæmis aðgengi að yfirmönnum, þátttöku á fundum og tækifæri á að bæta við sig þekkingu. Einnig kom fram að viðmælendum þótti hlutverk sitt oft á tíðum tvíbent, það er, að á sama tíma og þeir eiga aðsinna umönnun og þjónustuhlutverki eru þeir krafnir um að sinnahlutverki hliðvarðar. Niðurstöður sýndu líka að þjónustan er í stöðugri þróun og að viðmælendur hafa mikið frelsi í starfi til þess að þróa og skapa sveigjanlega þjónustu og úrræði fyrir hælisleitendur.
    Rannsakandi vonast til þess að niðurstöður rannsóknarinnar veiti innsýn í starfið og varpi ljósi á þær áskoranir sem því fylgja. Einnig er von rannsakanda að niðurstöðurnar nýtist sveitarfélögum í þróun og betrun þjónustu til hælisleitenda ásamt því að stuðla að frekari stuðning við starfsfólk og nýtingu á fagþekkingu þeirra og reynslu þegar kemur að ákvarðanatöku er tengist þjónustunni.
    Lykilorð: Hælisleitendur, félagsþjónusta, félagsráðgjöf, styrkleikanálgun, menningarhæfni

  • Útdráttur er á ensku

    This research is about the knowledge and experiences of professionals working with asylum seekers within the social service in Iceland. The study aims to seek insight into the knowledge that has been obtained in the field, how professionals experience their job and the main factors that influence it. The research questions were: what is the knowledge and experience of professionals working within the social service with asylum seekers and what are the main influential factors on their work?
    Qualitative methods were used to carry out the study. Interviews were taken with seven participants who all work in the social service with asylum seekers in two communities. When analyzing the data there were five themes that arose: Policy and work procedures, support and supervision, work experience, collaboration between institutions and, finally, what could be improved. The interviewees all agreed that the job was fun and diverse but at the same time very demanding and stressful. Stress and lack of time were themes that influenced many factors in their work, for example access to supervisors, participation in meetings, and opportunity to seek further knowledge. Some of the interviewees also experienced ambivalence when their role to provide care was overshadowed at times by the need to exert control. Results also showed that the service is constantly evolving and that interviewees have a lot of freedom in their work to provide better, more flexible service and resources for asylum seekers. It is hoped that the outcome of this research gives insight into the work and the challenges that it entails. Hopefully, it can be an input into the development and improvement in the service given to asylum seekers, as well as alliterating organized support for staff and the utilization of their expertise.
    Keywords: Asylum seekers, social service, social work, strength approach, cultural competence

Samþykkt: 
  • 10.12.2015
URI: 
  • http://hdl.handle.net/1946/23316


Skrár
Skráarnafn Stærð AðgangurLýsingSkráartegund 
„…þetta er ofboðslega húmanískt, þú þarft að vera mikil manneskja…alltaf með jafnaðargeð, alltaf tilbúin…“.pdf890.83 kBOpinnHeildartextiPDFSkoða/Opna