is Íslenska en English

Lokaverkefni (Meistara)

Háskóli Íslands > Félagsvísindasvið > Meistaraprófsritgerðir - Félagsvísindasvið >

Vinsamlegast notið þetta auðkenni þegar þið vitnið til verksins eða tengið í það: http://hdl.handle.net/1946/23318

Titill: 
  • Ofbeldi í nánum samböndum: Reynsla og upplifun þolenda og gerenda
Námsstig: 
  • Meistara
Útdráttur: 
  • Tilgangur rannsókarinnar sem hér um ræðir er að skoða reynslu og upplifun kvenna sem þolenda og karla sem gerenda ofbeldis í nánum samböndum. Gerð var rannsókn með eigindlegum rannsóknaraðferðum og tekin voru sex viðtöl við þolendur ofbeldis í nánum samböndum sem áttu maka sem hafði tekið þátt í meðferðarúrræðinu Karlar til ábyrgðar og sex viðtöl við gerendur ofbeldis í nánum samböndum sem höfðu tekið þátt í meðferðarúrræðinu Karlar til ábyrgðar. Rannsókninni er ætlað að varpa ljósi á þann alvarlega vanda sem ofbeldi í nánum samböndum er, birtingarmyndir þess, afleiðingar ofbeldisins og skoða úrræði þolendum og gerendum til handa. Helstu niðurstöður rannsóknarinnar eru þær að reynsla og upplifun þolenda og gerenda ofbeldis í nánum samböndum er erfið og ofbeldið hefur miklar afleiðingar fyrir viðkomandi einstaklinga, börn þeirra, fjölskyldur og vini. Þolendur upplifðu tilfinningalegt-, líkamlegt-, fjárhagslegt-og kynferðislegt ofbeldi og upplifðu aðstæðurnar þegar ofbeldi var beitt sem ógnun og niðurlægingu, urðu óttaslegnar, fundu fyrir reiði og sjálfsásökunum. Konurnar voru líklegri til að hafa orðið fyrir ofbeldi á æskuheimili. Upplifun þolenda á þeim tíma er maki þeirra var í meðferð hjá Körlum til ábyrgðar var í heildina jákvæð. Reynsla og upplifun gerenda af ofbeldi í nánum samböndum er einnig flókin og erfið. Upplifun gerenda á aðstæðum þegar ofbeldi er beitt er samhljóma. Þeir missa stjórn á tilfinningum sínum og verða reiðir sem svo magnast upp í tilfinningalegt- og líkamlegt ofbeldi. Karlarnir voru líklegir til að eiga sögu um áfengis- og fíkniefnavanda auk þess að hafa orðið fyrir ofbeldi í æsku eða vitni að ofbeldi á æskuheimili. Allir gerendur upplifðu meðferðina hjá Körlum til ábyrgðar á jákvæðan hátt. Þeir upplifðu bætt lífsgæði, aukin gæði í samböndum við maka og að þeim liði almennt betur.
    Lykilhugtök: ofbeldi í nánum samböndum, makaofbeldi, líkamlegt ofbeldi, tilfinningalegt ofbeldi.

  • Útdráttur er á ensku

    The aim of this study was to examine the experiences and beliefs of victims and perpetrators of violence in intimate relationships. A study was conducted using qualitative research methods and interviews were taken with six victims of violence in intimate relationships that had a spouse who had taken part in a therapy program called Karlar til ábyrgðar. In addition, interviews were taken with six perpetrators of violence in intimate relationships that had taken part in Karlar til ábyrgðar. The study examined violence in intimate relationships, its forms and consequences. Also perceived support for victims and perpetrators of intimate partner violence. The main conclusions are that victims and perpetrators of violence in intimate relationships perceive the violence as challenging and that it has great consequences for all involved individuals, children, families and friends. The victims had experienced all different kinds of abuse, such as physical-, emotional-, financial- and sexual abuse. The victims experienced the situation when violence was perpertrated as a threat and felt humiliated, were in fear, experienced anger and self-accusations. The victims were likely to have been abused in their childhood home. The victims thought that the time their spouse was working with Karlar til ábyrgðar was overall positive. The perpetrators experienced violence in intimate relationships as complex and challenging when violence was used seemed to be the same for all perpetrators. They said that they lose control of their emotions and get angry. That amplifies into emotional- and physical abuse. The perpetrators were likely to have alcohol and drug problems, to have been abused in their childhood and/or witnessed violence in their childhood home. All the perpetrators experienced improvements in quality of life, in their relationships with their spouses and in a general wellbeing in the therapy program.
    Key words: Intimate partner violence, domestic violence, partner abuse, physical abuse, emotional abuse.

Samþykkt: 
  • 11.12.2015
URI: 
  • http://hdl.handle.net/1946/23318


Skrár
Skráarnafn Stærð AðgangurLýsingSkráartegund 
Dóra Ingibjörg Valgarðsdóttir-Meistaraverkefni í félagsráðgjöf- Ofbeldi í nánum samböndum.pdf741.27 kBOpinnHeildartextiPDFSkoða/Opna