ÍslenskaenEnglish

Aðilar að Skemmunni

Leit eftir:


LokaverkefniHáskóli Íslands>Félagsvísindasvið>B.A./B.Ed./B.S. verkefni>

Vinsamlegast notið þetta auðkenni þegar þið vitnið til verksins eða tengið í það: http://hdl.handle.net/1946/2335

Titill

Fæðingarupplifanir og gerendahæfi kvenna í kjölfar sjúkdómsvæðingar.

Útdráttur

Á síðustu áratugum hefur orðið breyting á fæðingarhögum kvenna á vesturlöndum. Áður fyrr tíðkaðist að konur fæddu í heimahúsi með aðstoð fjölskyldu sinnar en nú fæða flestar konur á sjúkrahúsum undir eftirliti fagfólks. Þessi þróun hefur verið nefnd sjúkdómsvæðing en hún hefur verið gagnrýnd, meðal annars fyrir skort á heildrænni sýn á barnshafandi konur. Þá er átt við að horft er meira til líkamlegra og læknisfræðilegra þátta fæðinganna heldur en upplifunar kvenna. Í þessari heimildaritgerð verður fjallað um hvers vegna umræða um fæðingarupplifanir kvenna er ekki opnari í samfélaginu og hvað veldur því hvort fæðingarupplifun verður jákvæð eða neikvæð. Einnig verður fjallað um gerendahæfi kvenna í kjölfar sjúkdómsvæðingar en fagfólk innan heilbrigðiskerfisins býr yfir þekkingu og tækni læknavísindanna og hefur því þekkingarvald yfir barnshafandi konum. Hætta er á því að gerendahæfi kvenna skerðist við slíkar aðstæður en konur geta þó snúið valdinu sér í hag, til dæmis með því að lesa sér til og undirbúa sig fyrir fæðingu. Þekkingarvaldið á einnig þátt í því hvers vegna ekki er opnari umræða í samfélaginu um upplifanir kvenna af fæðingum. Konur vilja hafa val, skoðanafrelsi og stjórn á aðstæðum en það eru allt þættir sem skipta máli varðandi upplifun kvenna af fæðingu.

Samþykkt
29.4.2009


Skrár
NafnRaðanlegtStærðRaðanlegtAðgangurRaðanlegtLýsingRaðanlegtSkráartegund
ingar_fixed.pdf303KBOpinn Meginmál PDF Skoða/Opna
pd_fixed[1].pdf491KBOpinn Forsíða PDF Skoða/Opna