is Íslenska en English

Lokaverkefni (Bakkalár)

Háskóli Íslands > Félagsvísindasvið > B.A./B.Ed./B.S. verkefni - Félagsvísindasvið >

Vinsamlegast notið þetta auðkenni þegar þið vitnið til verksins eða tengið í það: http://hdl.handle.net/1946/23354

Titill: 
  • Kauphegðun Íslendinga. Afhverju Omaggio?
Námsstig: 
  • Bakkalár
Útdráttur: 
  • Þessi rannsókn fjallar um kauphegðun Íslendinga, tekið var fyrir dæmi um vinsældir Omaggio blómavasans. Svo vinsæll var vasinn að hann var ófáanlegur á tímabili. Markmiðið rannsóknarinnar var að reyna að komast að því hvað veldur þeim múgæsingi sem oft verður í kringum vissar vörur. Einblínt var á vasann eins og áður segir og það skoðað hvað olli þessum gríðarlegu vinsældum og hvað leiddi til þess að fólk keypti hann. Einnig voru eftirkaupaáhrifin skoðuð.
    Framkvæmd var eigindleg rannsókn þar sem rannsakandi tók viðtöl við fimm einstaklinga sem allir áttu það sameiginlegt að hafa keypt vasann.
    Helstu niðurstöður bentu til þess að þeir einstaklingar sem rætt var við hefðu keypt vasann vegna þess að þeim þótti hann fallegur. Allir voru þeir þó sammála um að líklega hefðu þeir ekki keypt vasann ef þeir hefðu ekki orðið fyrir svo miklu áreiti vegna hans, þ.e.a.s. þeim fannst hann öllum gríðarlega áberandi á samfélagsmiðlum og bloggum. Viðmælendur voru ekki vissir um að þeir hefðu veitt honum neina sérstaka athygli ef svo hefði ekki verið. Eftirkaupaáhrifin voru svipuð hjá þeim sem rætt var við, allir töldu sig ánægða með kaupin og sjálfan sig eftir kaupin. Viðmælendurnir höfðu þó allir orðið varir við neikvæða umfjöllun í samfélaginu en flestir létu það ekki á sig fá.

Samþykkt: 
  • 18.12.2015
URI: 
  • http://hdl.handle.net/1946/23354


Skrár
Skráarnafn Stærð AðgangurLýsingSkráartegund 
Ritgerð lokaskil Arna Íris Vilhjálmsdóttir.pdf902.17 kBOpinnHeildartextiPDFSkoða/Opna