is Íslenska en English

Lokaverkefni (Meistara)

Háskóli Íslands > Félagsvísindasvið > Meistaraprófsritgerðir - Félagsvísindasvið >

Vinsamlegast notið þetta auðkenni þegar þið vitnið til verksins eða tengið í það: http://hdl.handle.net/1946/23360

Titill: 
  • Karlasmiðjan: Afdrif þátttakenda í Karlasmiðjunni
Námsstig: 
  • Meistara
Útdráttur: 
  • Karlasmiðjan er endurhæfingarúrræði sem Velferðarsvið Reykjavíkur stendur að, fyrir karlmenn á aldrinum 25-55 ára. Þessir karlmenn eiga það sameiginlegt að hafa verið án atvinnu og á fjárhagsaðstoð hjá Velferðarsviði til lengri tíma (Reykjavíkurborg, e.d.-a).
    Markmið þessarar rannsóknar er að kanna hvort endurhæfingarúrræðið Karlasmiðjan skilar þátttakendum úrræðisins til vinnu eða áframhaldandi náms. Einnig að skoða hvort úrræðið nái því markmiði sínu að bæta lífsgæði þátttakenda, en með lífsgæðum er meðal annars átt við félagslegar aðstæður, lífskjör og afkomu.
    Rannsóknin byggir á megindlegri aðferðarfæði, þar sem spurningalistakönnun var lögð fyrir þátttakendur í gegnum síma. Þátttakendur höfðu byrjað í endurhæfingarúrræðinu á árunum 2009-2014. Sumir höfðu lokið endurhæfingunni og útskrifast en aðrir hætt á undirbúningstímanum eða eftir 6 mánuði eða meira. Svarhlutfall
    rannsóknarinnar var 34,4% eða 22 einstaklingar af 64.
    Helstu niðurstöður rannsóknarinnar eru að þeir þátttakendur sem luku
    endurhæfingunni eru nær allir sammála um að endurhæfingin hafi bætt lífskjör og styrkt
    sjálfsmynd þeirra. 60% þeirra fóru í áframhaldandi nám en 17% fengu vinnu. Ennþá eru
    23% þeirra sem luku endurhæfingunni á fjárhagsaðstoð. Þeir þátttakendur sem hættu í
    úrræðinu töldu tíma sinn í Karlasmiðjunni lítið hafa bætt lífskjör sín og voru aðeins 25%
    af þeim í vinnu, hinir voru flestir enn á fjárhagsaðstoð en þó voru nokkrir ýmist komnir á
    endurhæfingar- eða örorkulífeyri.
    Þátttakendum gafst kostur á að tjá sig persónulega um úrræðið og voru þeir allir
    sammála um að þar væri unnið frábært starf sem vert væri að halda áfram. Bent var á að
    það þyrfti að velja betur inn í hópana. Einnig kom fram að mikið brottfall var í úrræðinu,
    en það dró aðeins úr því árið 2013 en það ár byrjaði tveggja mánaða undirbúningstímabil,
    og hefur brottfallið þá frekar átt sér stað á þeim tíma og dregið hefur úr því í
    endurhæfingarúræðinu sjálfu.
    Lykilorð: Velferð, fjárhagsaðstoð, starfsendurhæfing, lífsgæði.

  • Útdráttur er á ensku

    Karlasmiðjan is a rehabilitation program for men, between the age of 25 and 55 years old, supported by Reykjavík’s department of welfare. All the men have been unemployed and financially supported by the department of welfare for a long period of time (Reykjavíkurborg, e.d.-a).
    The main goal of this research is to find out if the program, Karlasmiðjan, delivers its
    participants back to the employment market or if they seek further education as well as
    if the program achieves its goal, which is to improve participants’ quality of life. Quality
    of life refers for example to social conditions, standard of living and livelyhood.
    In this study the research of method is quantitative. The participants of this study
    answered a questionnare over phone. Particapants had begun the program in 2009 –
    2014. Some had gone through the whole program and were discharged in the end, while
    others dropped out either in the preperation period or after 6 months or more. Response
    rate was 34,4% or 22 out of 64.
    The main conclusion is that those individuals who finished the program nearly all
    agree on improved living conditions and self image. 60% sought higher education, 17%
    were employed. 23% are still on financial support. At the end of the research, participants
    were asked for a personal opinion of Karlasmiðjan as an occupational rehabilitation
    resource, and all agreed that the program was very good and worhtwhile to keep it going.
    Participants who had dropped out of the program said that Karlasmiðjan did not improve their livelihood and only 25% of those who dropped out were employed, the rest
    was still on financial support although few did receive rehabilitation or disablement
    pension.
    Participants had the opportunity to speak their minds about the program and
    everyone agreed that it was doing it job and should keep on going. They pointed out that
    those who were chosen to take part in the program should be selected more carefully.
    The study also showed that drop out of the program is high. In 2013 the drop out rate
    reduced a little because that same year a two month preparation period was lunched and
    the drop out happened earlier then before and occurred less in the program its self.
    Key words: Welfare, financial support, occupational rehabilitation, living conditions.

Samþykkt: 
  • 18.12.2015
URI: 
  • http://hdl.handle.net/1946/23360


Skrár
Skráarnafn Stærð AðgangurLýsingSkráartegund 
Karlasmiðjan, afdrif þátttakenda í Karlamiðjunni.pdf1.09 MBOpinnHeildartextiPDFSkoða/Opna