is Íslenska en English

Grein

Háskóli Íslands > Rafræn tímarit > Stjórnmál og stjórnsýsla >

Vinsamlegast notið þetta auðkenni þegar þið vitnið til verksins eða tengið í það: http://hdl.handle.net/1946/23396

Titill: 
  • Siðfár í íslensku samfélagi? Koma e-töflunnar til Íslands
Útgáfa: 
  • Desember 2014
Útdráttur: 
  • Neysla ólöglegra vímuefna hefur sýnt sig að vera einkar vel fallin til að skapa ótta og óöryggi í samfélaginu. Þegar ný efni koma fram á sjónarsviðið eykst oft umfjöllun fjölmiðla um notkun efnisins og þá hættu sem af neyslunni stafar. Skömmu eftir að e-taflan barst til landsins á tíunda áratug síðustu aldar fór neyslan að valda miklum usla og öryggisleysi hér á landi. Hér verður kenningunni um siðfár beitt til að kanna hvort koma e-töflunnar til landsins beri merki siðfárs. Greint verður frá umfjöllun fjölmiðla, viðbrögðum almennings, fagstétta og stjórnvalda við komu efnisins hingað til lands. Stuðst er við orðræðugreiningu á öllum fréttum um e-töfluna, sem birtust á tímabilinu 1985- 1997, til að meta hvort siðfár hafi skapast í íslensku samfélagi. Niðurstöðurnar benda til að viðbrögð hér á landi hafi sýnt ýmis merki siðfárs eins og lýst er í þekktum kenningum um fyrirbærið.

  • Útdráttur er á ensku

    The use of illegal drugs has often been shown to ignite fear and insecurity in society. When a new drug appears the media typically reports on this drug and the risk it poses. Soon after ecstasy appeared in Iceland in the 1990s its use created a major public uproar and insecurity in Icelandic society. In the article the theory of moral panic will be used to examine if the arrival of ecstasy to Iceland ignited a moral panic. Media reports on ecstasy, public reactions, interest groups and government institutions will be analysed. Discourse analysis is employed on newspaper reporting on ecstasy between 1985 and 1997 to detect signs of moral panic. The main conclusion is that evidence suggests that a moral panic existed in Iceland as described in well-known theories on the subject.

Birtist í: 
  • Stjórnmál og stjórnsýsla, 10 (2): bls. 369-386
ISSN: 
  • 1670-679X
ISBN: 
  • 1670-6803
Athugasemdir: 
  • Fræðigreinar
Tengd vefslóð: 
Samþykkt: 
  • 21.12.2015
URI: 
  • http://hdl.handle.net/1946/23396


Skrár
Skráarnafn Stærð AðgangurLýsingSkráartegund 
a.2014.10.2.9.pdf562.05 kBOpinnHeildartextiPDFSkoða/Opna