is Íslenska en English

Grein

Háskóli Íslands > Rafræn tímarit > Stjórnmál og stjórnsýsla >

Vinsamlegast notið þetta auðkenni þegar þið vitnið til verksins eða tengið í það: http://hdl.handle.net/1946/23398

Titill: 
  • Þjónandi forysta og starfsánægja í Háskóla Íslands
Útgáfa: 
  • Desember 2014
Útdráttur: 
  • Þjónandi forysta er hugmyndafræði samskipta og forystu þar sem valddreifing, athafnafrelsi starfsfólks, gagnkvæm virðing og skyldurækni við samfélagið eru meginþemu ásamt traustri leiðsögn. Þjónandi forysta getur átt vel við í háskólastofnunum sem hafa samfélagslegt hlutverk og byggja á jafningjabrag akademískra starfsmanna. Erlendar rannsóknir á þjónandi forystu í háskólum sýna gildi hugmyndafræðinnar fyrir árangur háskóla. Tilgangur rannsóknarinnar var að meta vægi þjónandi forystu á fræðasviðum Háskóla Íslands og tengsl hennar við starfsánægju. Notað var hollenskt mælitæki, Servant Leadership Survey, sem metur viðhorf til næsta yfirmanns. Einnig var spurt um starfsánægju. Niðurstöður sýndu að þjónandi forysta er viðhöfð á fræðasviðunum að allnokkru marki eða 4,19 (spönn: 1-6). Af þáttum þjónandi forystu hafði ráðsmennska hæst vægi, þá fyrirgefning og efling. Alls reyndust 82,6% aðspurðra ánægð í starfi og aðhvarfsgreining sýndi jákvæða marktæka fylgni þjónandi forystu og starfsánægju. Hátt gildi þjónandi forystu er í takt við niðurstöður fyrri rannsóknar á starfsumhverfi Háskóla Íslands en ekki í takt við bandarískar rannsóknir sem sýna lítið vægi þjónandi forystu í háskólum þar. Vægi þjónandi forystu í Háskóla Íslands reyndist nokkru lægra en meðal grunnskólakennara hér á landi (4,64) og á Sjúkrahúsinu á Akureyri (4,33) en jafnhátt og á bráðamóttökum Landspítala (4,19). Marktæk tengsl þjónandi forystu og starfsánægju staðfestir sömu tengsl í bandarískum háskólum og á annars konar stofnunum hér á landi. Niðurstöður benda til þess að þjónandi forysta, ekki síst efling og hugrekki stjórnenda, sé árangursrík leið til að auka starfsánægju og geti stutt við jafningjastjórnun, sjálfstæði starfsmanna og samfélagslegt hlutverk Háskóla Íslands.

  • Útdráttur er á ensku

    Servant leadership is a philosophy of communication and leadership whith focus on decentralization, autonomy, mutual respect and commitment to society. In light of universities’ important societal role and importance of equality of academic staff it is presumed that servant leadership suits a university. Prior research indicates the value of servant leadership for universities’ performance. The purpose of the study was to assess servant leadership in the University of Iceland and its correlation with staff job satisfaction using a new Dutch instrument (SLS) measuring participants’ attitudes to their next superior. A single item job satisfaction question was included. Results showed considerable practice of servant leadership or 4,19 (scale: 1-6) and the strongest servant leadership characteristic was stewardship, followed by forgiveness and empowerment. 82,6% of participants reported job satisfaction with significant positive correlation with servant leadership. The relatively high degree of servant leadership supports previous study of the uiniversity’s working environment but not recent American studies indicating universities’ a low degree of servant leadership. The degree of servant leadership in the University of Iceland was lower compared to grammar schools (6,46) and general hospital wards (4,33) but identical to hospital emergency care units (4,19). Significant positive correlation of servant leadership with job satisfaction, confirms similar relationships in US universities and in various institutions in Iceland. Results indicate the importance of servant leadership for employees’ job satisfaction, not least empowerment and courage, and this has the potential to support peer management, employee independence and social responsibility of the University of Iceland.

Birtist í: 
  • Stjórnmál og stjórnsýsla, 10 (2): bls. 499-521
ISSN: 
  • 1670-679X
ISBN: 
  • 1670-6803
Athugasemdir: 
  • Fræðigreinar
Tengd vefslóð: 
Samþykkt: 
  • 21.12.2015
URI: 
  • http://hdl.handle.net/1946/23398


Skrár
Skráarnafn Stærð AðgangurLýsingSkráartegund 
a.2014.10.2.15.pdf626.63 kBOpinnHeildartextiPDFSkoða/Opna