is Íslenska en English

Lokaverkefni (Bakkalár)

Háskóli Íslands > Menntavísindasvið > B.A./B.Ed./B.S. verkefni - Menntavísindasvið >

Vinsamlegast notið þetta auðkenni þegar þið vitnið til verksins eða tengið í það: http://hdl.handle.net/1946/233

Titill: 
  • Virk náttúruskoðun : náttúruverkefni fyrir almenning í Vestmannaeyjum
Námsstig: 
  • Bakkalár
Útdráttur: 
  • Verkefni þetta, sem er lokaverkefni okkar til B.Ed. náms við Kennaraháskóla Íslands, fjallar um virka náttúruskoðun og náttúruverkefni tengd slíkri skoðun og með sérstöku tilliti til aðstæðna í Vestmannaeyjum.
    Verkefnið skiptist í tvo hluta. Sá fyrri fjallar um virka náttúruskoðun. Í þeim hluta er reifað menntunargildi slíkrar skoðunar, hlutverk foreldra og mikilvægi samveru foreldra og barna þeirra í tengslum við slíka skoðun. Einnig er reifað mikilvægi hreyfingar og leikja í tengslum við náttúruskoðun. Í seinni hlutanum eru fjölmörg stutt verkefni sem ætluð eru fjölskyldufólki og ferðamönnum. Mikil áhersla var lögð á að hafa verkefnin fjölbreytt og áhugaverð. Stutt umfjöllun fylgir um uppruna hugmynda og notkun verkefnabankans. Sérstaklega er fjallað um útgáfu bæklings sem Vestmannaeyjabær getur notað til eflingar náttúruskoðunar fyrir fjölskyldur og ferðamenn.

Samþykkt: 
  • 20.6.2007
URI: 
  • http://hdl.handle.net/1946/233


Skrár
Skráarnafn Stærð AðgangurLýsingSkráartegund 
Heildarskjal.pdf505.33 kBOpinnHeildarskjalPDFSkoða/Opna