is Íslenska en English

Lokaverkefni (Meistara)

Háskóli Íslands > Félagsvísindasvið > Meistaraprófsritgerðir - Félagsvísindasvið >

Vinsamlegast notið þetta auðkenni þegar þið vitnið til verksins eða tengið í það: http://hdl.handle.net/1946/23400

Titill: 
  • „Jafnan er dimmast undir dögun.“ Viðbrögð, líðan og stuðningur í kjölfar sjálfsvígs
Námsstig: 
  • Meistara
Útdráttur: 
  • Markmið þessarar fræðilegu úttektar er að fá innsýn í þá þekkingu sem fyrir liggur á fræðilegum vettvangi um áhrif sjálfsvíga á aðstandendur. Þar er sérstaklega horft til þess sorgarferlis sem þeir ganga í gegnum og hvaða atriði fagfólk ætti að leggja áherslu á í starfi sínu og umgengni við syrgjendur. Einnig er leitast við að skýra hvernig opin og vönduð umræða getur gagnast bæði syrgjendum og samfélaginu í heild. Orsakir sjálfsvíga má rekja til mismunandi persónulegra og samfélagslegra þátta og á sér oftast langan aðdraganda. Ekki er unnt að rekja beinar orsakir sjálfsvígs en þó er hægt að greina áhættuþætti. Sá vandi sem fylgir sjálfsvígum og sjálfsvígstilraunum er ekki einungis bundinn þeim sem fremja verknaðinn. Sjálfsvíg og sjálfsvígstilraunir eru alltaf harmleikur sem getur haft alvarleg andleg, félagsleg og jafnvel líkamleg áhrif á aðstandendur og geta slík áhrif staðið í langan tíma ef einstaklingurinn nær ekki að vinna með áfallið. Niðurstöður úttektarinnar gefa vísbendingu um hvaða atriði reynast hjálpleg í sorgarúrvinnslu og eru því gagnlegar fyrir fagfólk sem og almenning. Segja má að hagnýtt gildi þessarar fræðilegu úttektar sé tvíþætt. Annars vegar er það fræðilegt gildi sem fæst með því að afla yfirlits yfir þá þekkingu sem til er á Íslandi um sorgarvinnu með aðstandendum og setja hana í alþjóðlegt fræðilegt samhengi. Hins vegar felst hagnýtt gildi af fræðilegri úttekt í því að til verður þekkingaryfirlit og unnt er að koma með tillögur að úrræðum til þess að bæta vinnulag í kringum málaflokkinn. Rannsakandi telur þörf á umræðu um viðbrögð, líðan og þarfir aðstandenda þeirra sem fremja sjálfsvíg og er von hans að umfjöllunin veki áhuga annarra á málefnum þessa hóps.
    Lykilorð: Sjálfsvíg, sorg, sorgarferli, aðstandendur eftir sjálfsvíg, félagsráðgjöf.

Samþykkt: 
  • 21.12.2015
URI: 
  • http://hdl.handle.net/1946/23400


Skrár
Skráarnafn Stærð AðgangurLýsingSkráartegund 
2310773919 Skemman JDD *.pdf3.03 MBOpinnHeildartextiPDFSkoða/Opna