is Íslenska en English

Lokaverkefni (Meistara)

Háskóli Íslands > Félagsvísindasvið > Meistaraprófsritgerðir - Félagsvísindasvið >

Vinsamlegast notið þetta auðkenni þegar þið vitnið til verksins eða tengið í það: http://hdl.handle.net/1946/23427

Titill: 
  • „The Jivaro Methodology.“ Agile aðferðafræði í markaðs- og samskiptateymi nýsköpunarfyrirtækis
Námsstig: 
  • Meistara
Leiðbeinandi: 
Útdráttur: 
  • Agile aðferðafræðin er vinsæl aðferðarfræði sveigjanlegrar verkefnastjórnunar og straumlínustjórnun farsælt verkfæri fyrirtækja og stofnana til að straumlínulaga rekstur þeirra, draga úr sóun aðfanga, auka framleiðni og hagnað.
    Agile er yfirheiti nokkurra verkfæra og aðferða sem eru sveigjanlegri en hefðbundnar verkefnastjórnunaraðferðir en eitt helsta verkfæri Agile er Scrum, sem hingað til hefur aðallega verið notað í hugbúnaðarþróun. Annað helsta verkfæri Agile er straumlínustjórnun sem á upphaf í vöruframleiðslu en hefur verið notuð sem stjórnunaraðferð í fjölda fyrirtækja og stofnana. Straumlínustjórnun er ætlað að greina og stytta vinnuferla, draga úr sóun á tíma og aðföngum ásamt því að auka framleiðni og arðsemi rekstursins. Eitt helsta verkfæri straumlínustjórnunar er Kanban og er það þekktast fyrir svokallaða Kanban teymistöflu. Hlutverk Kanban og þar með Kanban töflunnar er að greina og gera verkferilinn sýnilegan, fækka þeim verkþáttum sem unnið er við á hverjum tíma, mæla flæði í verkferlinu og auka það með því að koma auga á flöskuhálsa í verkferlum. Algengt er að Scrum og Kanban séu notuð saman við hugbúnaðarþróun í tæknifyrirtækjum en straumlínustjórnun notuð sem stjórnunartæki til að bæta rekstur og framleiðni fyrirtækja.
    Í verkefni þessu eru kynntar niðurstöður eigindlegrar rannsóknar sem framkvæmd var með viðtölum annars vegar og vettvangsathugun hins vegar. Rannsóknin fór fram í hugbúnaðarfyrirtækinu Jivaro ehf. og markmið hennar var að skoða hvernig nýsköpunarfyrirtæki í hugbúnaðarþróun innleiðir aðferðir Agile í nýju markaðs- og samskiptateymi fyrirtækisins en að auki var skoðað hvernig nýsköpunarfyrirtækið aðlagar aðferðafræðina að rekstri sínum og smæð í þeim tilgangi að skoða mögulega notkun Agile aðferðafræðinnar við verkefnastjórnun á verkefnum utan hugbúnaðarþróunar.
    Niðurstöður rannsóknarinnar benda til þess að aðferðafræðin henti afar vel til verkefnastjórnunar í markaðstengdum verkefnum og að með aðlögun virðist aðferðafræðin henta vel í rekstri nýsköpunarfyrirtækja, ekki síst sökum þess hversu sveigjanleg aðferðafræðin er. Niðurstöður sýna jafnframt að tilefni er til frekari rannsókna á notkun Agile og Scrum utan þeirra hefðbundnu verkefna sem aðferðin sinnir.

  • Útdráttur er á ensku

    The Agile methodology is a popular methodology of flexible project management and Lean management, a successful tool for both companies and organizations to streamline their operations, reduce waste of resources, increase productivity and profits.
    Agile is an umbrella term of several tools and techniques that are more flexible than traditional project management methods but the main Agile tools is Scrum, which until now has mainly been used in software development. Another tool is Lean management, originating in product manufacturing and Lean has been used as a management method in a number of companies and institutions. Lean management is designed to detect and shorten processes, reduce waste of time and resources, increase productivity and profitability of businesses. One of the main tools of Lean is Kanban, best known for its so-called Kanban team board. The role of Kanban and of the Kanban team board is to identify and make work processes visible, reducing the number of tasks that are in work at any given time, measuring the flow of the project process and increase it by analyzing the task that are delaying and identify bottlenecks in processes. Scrum and Kanban are commonly used together in software development and Lean is used as a management tool to improve operations and productivity.
    The research in this thesis was qualitative and was conducted with both interviews and observations. The research took place in the software company Jivaro ehf. and the aim of the study was to observe how an innovative software company implements the Agile methodology in their new marketing- and communications team, but in addition, studied how an innovative company adapts the methodology to its operations and small size, in order to examine the possible use of Agile methodology as a project management tool in projects outside of software development.
    The result of the research suggests that the methodology is well suited for project management in marketing projects and that with adaptation it seems suitable in the operation of small innovative company, not at least because of how flexible the methodology is, but there is cause for further research on the use of Agile and Scrum beyond their traditional usage in project management.

Samþykkt: 
  • 5.1.2016
URI: 
  • http://hdl.handle.net/1946/23427


Skrár
Skráarnafn Stærð AðgangurLýsingSkráartegund 
MSverkHulda.pdf1.53 MBOpinnHeildartextiPDFSkoða/Opna