is Íslenska en English

Lokaverkefni (Meistara)

Háskóli Íslands > Félagsvísindasvið > Meistaraprófsritgerðir - Félagsvísindasvið >

Vinsamlegast notið þetta auðkenni þegar þið vitnið til verksins eða tengið í það: http://hdl.handle.net/1946/23452

Titill: 
  • Tilvísanakerfi í heilbrigðisþjónustu. Kostnaður, skilvirkni og tengsl við fjölda heimilislækna
  • Titill er á ensku Gatekeeping in health care. Costs, efficiency and number of general practitioners
Námsstig: 
  • Meistara
Útdráttur: 
  • Meginviðfangsefni ritgerðarinnar er greining á kostnaði og skilvirkni í heilbrigðisþjónustunni. Sérstaklega var skoðuð fylgni tilvísanakerfis annars vegar og hlutfalls heimilislækna af heildarfjölda lækna hins vegar, við þessa þætti. Notuð voru gögn frá Efnahags og framfarastofnuninni (OECD) yfir tíu ára tímabil, 2002-2011. Öll 34 lönd OECD voru með í rannsókninni. Af þeim reyndust 18 hafa virkt tilvísanakerfi en 16 ekki. Skoðaður var heilbrigðiskostnaður á mann annars vegar og hins vegar sem hlutfall af vergri landsframleiðslu. Til mats á þáttum er tengdust heilbrigðiskostnaði var notuð aðhvarfsgreining með harðgerri staðalvillu sem tók tillit til hvers lands sem klasa (e. cluster robust standard errors). Skilvirkni var metin með gagnahjúpsgreiningu (e. data envelopment analysis). Að lokum voru gögn úr skilvirknigreiningunni skoðuð með tilliti til þess hvort „tilvísanakerfi“ og/eða „hlutfall heimilislækna“ hefðu fylgni við skilvirkni. Var þá einnig notuð aðhvarfsgreining með harðgerri staðalvillu að teknu tilliti til klasa.
    Helstu niðurstöður rannsóknarinnar eru að tilhneiging er til lægri heildarkostnaðar í heilbrigðiskerfum OECD-ríkja þegar tilvísanakerfi er frá heimilislæknum til sérfræðilækna. Einnig er skilvirkni í heilbrigðiskerfum ríkjanna heldur lægri þegar tilvísanakerfi er til staðar. Hvorugt er þó tölfræðilega marktækt sé miðað við 95% öryggismörk. Með hækkandi hlutfalli heimilislækna er tilhneiging til aukinnar skilvirkni meðal OECD-þjóða án þess að ná marktækni miðað við sömu skilyrði. Rannsóknin leiðir í ljós samvirkni milli tilvísanakerfis og hlutfalls heimilislækna þar sem aukning á skilvirkni með auknu hlutfalli heimilislækna virðist skilyrt af því að tilvísanakerfi sé til staðar. Sú niðurstaða er marktæk miðað við 99% öryggismörk. Þegar hlutfall heimilislækna hefur náð 30% af öllum læknum er skilvirkni orðin meiri hjá þjóðum með tilvísanakerfi í heilbrigðisþjónustu en hjá hinum sem ekki hafa slíkt kerfi. Um þriðjungur þjóða OECD reynist vera með skilvirkt heilbrigðiskerfi samkvæmt niðurstöðunum. Tekjuteygni eftirspurnar eftir heilbrigðisþjónustu reyndist í rannsókninni vera 1,12 og samkvæmt því virðist þjóðfélagið í heild líta á þjónustuna sem munaðarvöru. Er það í samræmi við margar eldri rannsóknir.

Samþykkt: 
  • 6.1.2016
URI: 
  • http://hdl.handle.net/1946/23452


Skrár
Skráarnafn Stærð AðgangurLýsingSkráartegund 
Tilvísanakerfi í heilbrigðisþjónustu.pdf1.35 MBOpinnHeildartextiPDFSkoða/Opna

Athugsemd: Hagfræðifræðideild hefur samþykkt lokaðan aðgang að þessari ritgerð í fjögur ár.