is Íslenska en English

Lokaverkefni (Bakkalár)

Háskóli Íslands > Félagsvísindasvið > B.A./B.Ed./B.S. verkefni - Félagsvísindasvið >

Vinsamlegast notið þetta auðkenni þegar þið vitnið til verksins eða tengið í það: http://hdl.handle.net/1946/23455

Titill: 
  • „Aldrei trúa neinu fyrr en því hefur verið neitað opinberlega“: Um stjórnmál, lýðræði og blekkingar
Námsstig: 
  • Bakkalár
Útdráttur: 
  • Blekkingar og stjórnmál eiga sér langa sögu. Í gömlum bókum er sagt frá því að lygin hafi komið í heiminn þegar Satan leiddi byltingu engla gegn Guði. Eins og rithöfundurinn Jonathan Swift benti eitt sinn á var þessari fyrstu lygi beitt í pólitískum tilgangi, til að grafa undan yfirráðum þess sem öllu réð. Þar með var lygin fædd og það sem meira var hin pólitíska blekking. Síðan hefur blekkingin verið eins og skugginn sem stjórnmálin vilja ekki kannast við að varpa, sjaldan langt undan en ekki eitthvað sem menn hreykja sér af.
    Í þessari ritgerð er skoðað samspil lýðræðis og blekkinga. Ritgerðin afhjúpar ákveðna togstreitu sem er ætíð undirliggjandi í stjórnmálunum. Í lýðræðinu býr óumdeild sannleikskrafa en á sama tíma verður að gera ráð fyrir því að valdinu fylgi sterkur hvati til blekkinga. Efnið er skoðað frá ýmsum hliðum með hliðsjón af gömlum heimspekiritum um hvernig sé best að skipa málum í samfélagi manna, og undirliggjandi er ætíð sá greinarmunur sem Max Weber gerði á gildakenningum og raunhyggjukenningum. Meginniðurstaða ritgerðarinnar er að lýðræðinu standi ógn af blekkingunni og því sé fyrir nokkru að berjast fyrir sannleikanum. Þó verður gildakenning um blekkingarlaus stjórnmál ætíð að taka mið af raunveruleikanum.

Samþykkt: 
  • 6.1.2016
URI: 
  • http://hdl.handle.net/1946/23455


Skrár
Skráarnafn Stærð AðgangurLýsingSkráartegund 
BA ritgerð Þórður Halldórsson.pdf694.85 kBOpinnHeildartextiPDFSkoða/Opna
Þórður_Halldórsson.pdf420.12 kBLokaðurYfirlýsingPDF