is Íslenska en English

Lokaverkefni (Meistara)

Háskóli Íslands > Félagsvísindasvið > Meistaraprófsritgerðir - Félagsvísindasvið >

Vinsamlegast notið þetta auðkenni þegar þið vitnið til verksins eða tengið í það: http://hdl.handle.net/1946/23457

Titill: 
  • Staða og framtíð tímarita í stafrænum heimi. Hver eru viðhorf fólks til tímarita?
Námsstig: 
  • Meistara
Útdráttur: 
  • Í ritgerð þessari er rennt yfir sögu tímarita og rekstur þeirra og útgáfa skoðuð. Þá er farið yfir þær breytingar sem átt hafa sér stað á tímaritamarkaðinum með tilkomu nýrrar tækni. Síðan er ljósi varpað á stafræn tímarit í samanburði við prentuð tímarit. Tímaritalestur háskólanema er þá kannaður og grafist er fyrir um almenn viðhorf fólks til tímarita og þannig reynt að spá um framtíðarhorfur í tímaritaútgáfu.
    Ritgerðin byggist að hluta til á megindlegri rannsókn. Markmið hennar var að kanna stöðu og framtíð tímarita með tilliti til stafrænnar tækni og aukinnar tæknivæðingar. Rannsóknin fólst í því að skoða tímaritalestur háskólanema og afstöðu þeirra til prentaðra og stafrænna tímarita. Notast var við megindlega rannsóknaraðferð þar sem rafrænn spurningalisti var sendur á netföng meirihluta nemenda Háskóla Íslands og voru heimtur rúm sjö prósent.
    Niðurstöður rannsóknarinnar gefa vísbendingu um að fólk líti gjarnan á tímarit sem munaðarvöru og noti þau til að stytta sér stundir. Niðurstöðurnar benda einnig til þess að algengt sé að fólk renni hratt í gegnum tímarit án þess að lesa það frá upphafi til enda. Ef marka má svör þeirra sem tóku þátt í rannsókninni er framtíð prentaðra tímarita þó nokkuð björt.
    Ritgerðin byggist einnig á viðtölum sem tekin voru við ritstjóra tveggja íslenskra tímarita. Með þeim er reynt að varpa ljósi á það hvernig er að ritstýra tímariti á Íslandi og hver lykillinn að góðu tímariti er.

  • Útdráttur er á ensku

    The aim of this thesis is to examine the history of magazines and the magazine industry as a whole. The changes that have happened in the magazine market in recent years will be looked at in regard to digital technology. Digital publishing and print publishing will be compared throughout the paper. The attitude of students of Háskóli Íslands towards magazines will be looked at in an attempt to speculate about the future on both printed and digital magazines.
    The thesis is structured around a quantitative study of the magazine use of students and their views on magazines. A questionnaire was sent via e-mail to the majority of all students of the University og Iceland where they were asked various questions about magazines and their use of them. The response rate was about seven percent.
    Key research findings suggest that people generally consider magazines as a luxury commodity. Likewise people commonly seem to browse through magazines fairly quickly without reading them from beginning to end. Nevertheless, the future of printed magazines looks bright as some of the research findings indicate that many people find them indispensable.
    This thesis is also based on interviews with two Icelandic magazine editors. Those interviews are meant to inform readers about what it's like to edit and publish a magazine in Iceland and what makes a magazine a successful one.

Samþykkt: 
  • 6.1.2016
URI: 
  • http://hdl.handle.net/1946/23457


Skrár
Skráarnafn Stærð AðgangurLýsingSkráartegund 
Staða og framtíð tímarita í stafrænum heimi.pdf14.62 MBOpinnHeildartextiPDFSkoða/Opna
Hind_1tbl.pdf11.82 MBOpinnFylgiskjölPDFSkoða/Opna
Yfirlýsing_GuðnýHrönn.pdf422.81 kBLokaðurYfirlýsingPDF