is Íslenska en English

Lokaverkefni (Meistara)

Háskóli Íslands > Félagsvísindasvið > Meistaraprófsritgerðir - Félagsvísindasvið >

Vinsamlegast notið þetta auðkenni þegar þið vitnið til verksins eða tengið í það: http://hdl.handle.net/1946/23462

Titill: 
  • Ráðningarferli hjá hinu opinbera: Álit umboðsmanns Alþingis 2010-2015
Námsstig: 
  • Meistara
Útdráttur: 
  • Rannsókn þessi miðar að því að kanna hvað betur mætti fara í ráðningarferli hjá hinu opinbera með hliðsjón af álitum umboðsmanns Alþingis árin 2010 til 2015. Jafnframt er kannað hvað hægt sé gera til að bæta ráðningarferli við opinberar ráðningar miðað við reynslu síðastliðinna fimm ára.
    Greind voru 28 álit umboðsmanns Alþingis á þessu tímabili sem snerust um ráðningarferli ríkisstarfsmanna.
    Helstu niðurstöður gefa til kynna að margt hefði mátt betur fara í ráðningarferli hjá hinu opinbera samkvæmt álitum umboðsmanns Alþingis árin 2010 til 2015. Þá má nefna að betur hefði mátt standa að gerð auglýsinga, skráningu upplýsinga og að mál væri nægilega rannsakað áður en ákvörðun var tekin um ráðningu eða skipun í embætti. Í ráðningarferlinu vantaði í sumum tilfellum að gera fullnægjandi mat á umsækjendum eða þá að handhafi veitingarvaldsins framseldi vald sitt til annarra aðila. Einnig var birting ákvörðunar og rökstuðningi ábótavant sem og að veita umsækjendum aðgang að gögnum eða kost á að njóta andmælaréttar síns. Til þess að bæta ráðningarferli hins opinbera er mikilvægt að stjórnvald kynni sér lög og reglugerðir. Auk þess væri gagnlegt að setja markvissari reglur um hvernig ferlinu skuli háttað. Ráðningaraðferðir mannauðsstjórnunar auka jafnframt líkur á því að hæfasti umsækjandinn sé valinn. Með starfsgreiningu er hægt að vanda betur ráðningar og meta hvaða aðferðir séu best til þess fallnar að meta þá hæfnisþætti sem umsækjandi skal hafa til þess að geta sinnt starfinu. Ráðningaraðferðir geta lagt mat á framtíðarframmistöðu umsækjenda í starfi og hafa því mikla þýðingu við val á nýjum starfsmönnum. Þá getur verið gagnlegt að styðjast við fleiri en eina aðferð til þess að bæta árangur í starfsmannavali enn frekar.

Samþykkt: 
  • 7.1.2016
URI: 
  • http://hdl.handle.net/1946/23462


Skrár
Skráarnafn Stærð AðgangurLýsingSkráartegund 
Opinberar ráðningar, lokaskjal.pdf851.75 kBOpinnHeildartextiPDFSkoða/Opna