is Íslenska en English

Lokaverkefni (Bakkalár)

Háskóli Íslands > Félagsvísindasvið > B.A./B.Ed./B.S. verkefni - Félagsvísindasvið >

Vinsamlegast notið þetta auðkenni þegar þið vitnið til verksins eða tengið í það: http://hdl.handle.net/1946/2346

Titill: 
  • Þróun íslensku stjórnarskrárinnar og 26. grein hennar í sögulegu ljósi
Námsstig: 
  • Bakkalár
Útdráttur: 
  • Ritgerðin fjallar um þróun íslensku stjórnarskrárinnar og 26. grein hennar í
    sögulegu ljósi. Þjóðfélagið gengur nú í gegnum mikla umrótar tíma og hávær
    umræða á sér stað varðandi marvísleg pólitísk álitaefni. Stjórnarskránni ber almennt
    að geta staðið að sér brigðul stjórnmál en komið hefur á daginn að alþingismenn og
    íslenska þjóðin séu á sama meiði og telji heildarendurskoðun stjórnarskrárinnar
    löngu tímabæra. Aftur á móti hefur ekki náðst samstaða hingað til hvernig standa
    skuli að þeim tillögum sem stjórnarskrárnefndir hafa lagt til og stranda
    breytingarnar á þeirri ósamstöðu. Þrátt fyrir að 26. gr. stjskr. hafi verið umdeild til
    fjölda ára má með sönnu segja að áhugi höfunda á ofangreindu ritgerðarefni hafi
    aukist til muna í kjölfar þess að forseti Íslands Ólafur Ragnar Grímson synjaði
    fjölmiðlafrumvarpinu staðfestingar. Er við hófum að skrifa ritgerðina var afstaða
    okkar til 26. gr. ekki fyllilega skýr. Með því að rekja þróun stjórnarskrárinnar og þá
    breytingu sem gerð var á 26. gr. með tilkomu lýðveldisstjórnarskrár Íslands
    mótuðum við afstöðu okkar út frá sjónarmiðum lögfræðinnar. Farið verður ítarlega
    yfir valdsvið forseta Íslands ásamt Alþingis til að greina í sundur verkskiptingu
    handhafa ríkisvaldsins.
    Megin niðurstöður ritgerðarinnar eru þær að embætti forseta Íslands er í reynd
    valdalítið þrátt fyrir að lestri stjórnarskrárinnar virðist þau mikil. Með því að lesa
    26. gr. eina og sér og skýra hana samkvæmt orðanna hljóðan telja höfundar forseta
    Íslands fara með synjunarvald það sem fram kemur í greininni. Aftur á móti er það
    annað mál að ósamræmi er á milli ákvæða í stjórnarskránni og brýn nauðsyn er til
    þess að heildarendurskoðun eigi sér stað.

Samþykkt: 
  • 30.4.2009
URI: 
  • http://hdl.handle.net/1946/2346


Skrár
Skráarnafn Stærð AðgangurLýsingSkráartegund 
_Lokaskjal_fixed-1.pdf1.13 MBOpinnHeildartextiPDFSkoða/Opna