is Íslenska en English

Lokaverkefni (Meistara)

Háskóli Íslands > Þverfræðilegt nám > Umhverfis- og auðlindafræði >

Vinsamlegast notið þetta auðkenni þegar þið vitnið til verksins eða tengið í það: http://hdl.handle.net/1946/23485

Titill: 
  • Þróun saltfiskmarkaðar á Spáni. Áhrifaþættir eftirspurnar: verð, tekjur og hættir spænskra neytenda
  • Titill er á ensku Developement of the Spanish market for salted fish. Factors affecting the demand: price, revenue and habits of the Spanish consumer
Námsstig: 
  • Meistara
Leiðbeinandi: 
Útdráttur: 
  • Íslendingar hafa í gegnum aldir selt saltfisk til Spánar þó að sala hafi hafist fyrir alvöru upp úr aldamótum 1900. Salan frá þeim tíma hefur aukist jafnt og þétt í samræmi við aukna veiðigetu. Framleiðsla og eftirspurn hefur jafnframt breyst í takt við breytingu á framleiðslugetu og tækni.
    Saltfiskútflutningur frá Íslandi til Spánar hefur á síðari hluta 20. aldar sveiflast nokkuð. Breyting á eftirspurn í gegnum tíðina hefur sveiflast í takt við breytingu á fiskframleiðslu og framboði, menningu og háttum. Framan af 20. öld seldu Íslendingar saltfisk til Spánar þurran flattan, á seinni hluta 20. aldar voru þeir í auknum mæli farnir að selja blautverkaðan fisk, heilan eða í flökum. Fyrir um 30 árum síðan fór frosinn léttsaltaður þorskur frá Íslandi að berast inn á spænskan markað. Það lítur út fyrir að síðan hafi eftirspurn eftir blautverkuðum saltfiski breyst, jafnvel minnkað, hver svo sem orsökin er en um það eru skiptar skoðanir.
    Ritgerð þessi rannsakar þætti sem áhrif hafa haft á eftirspurn eftir saltfiski á Spáni, og tekur út spænskan saltfiskmarkað, flutning og framboð frá Íslandi og neyslu og viðhorf Spánverja til saltfisks. Í ritgerðinni er m.a. gerð neyslukönnun í gegnum vefinn auk þess sem nokkrir Spánverjar voru teknir í viðtal og spurðir út í hagi sína gagnvart verslun og neyslu á saltfiski. Rætt var við framleiðendur og söluaðila til að fá fram þeirra viðhorf og markaðssýn.
    Ljóst er að framboð af blautverkuðum saltfiski til Spánar hefur minnkað síðustu ár frá Íslandi og Noregi en hefur aukist af frosnum léttsöltuðum fiski frá Íslandi og Kína. Niðurstaðan er sú að neysluhættir á saltfiski eru að breytast á Spáni. Erfitt er að segja til um framtíðarþróun en sumir saltfiskframleiðendur fullyrða að því meira magn sem sett er á markaðinn því meira seljist. Þó verður að hafa í huga að ef markaðurinn venst á að vera sveltur þá getur hann vanist staðkvæmdarvörum. Verð hefur jafnframt mikil áhrif á þróun á eftirspurn en það helst gjarnan í hendur við framboð en sveiflur í eftirspurn tengjast þó líka efnahag neytenda hverju sinni.

Samþykkt: 
  • 8.1.2016
URI: 
  • http://hdl.handle.net/1946/23485


Skrár
Skráarnafn Stærð AðgangurLýsingSkráartegund 
Arna Bjartmarsdóttir.pdf3.57 MBOpinnHeildartextiPDFSkoða/Opna