is Íslenska en English

Lokaverkefni (Meistara)

Háskóli Íslands > Félagsvísindasvið > Meistaraprófsritgerðir - Félagsvísindasvið >

Vinsamlegast notið þetta auðkenni þegar þið vitnið til verksins eða tengið í það: http://hdl.handle.net/1946/23486

Titill: 
  • Skráð fasteignafélög á íslenskum markaði. Lífeyrissjóðir í hópi stærstu eigenda og eign þeirra í skuldabréfum fasteignafélaganna
Námsstig: 
  • Meistara
Útdráttur: 
  • Í þessari lokaritgerð verður greind þróun eignarhalds lífeyrissjóða sem eru í hópi tíu stærstu hluthafa í þremur skráðum fasteignafélögum á aðalmarkaði NASDAQ OMX Iceland, Regin hf., Reitum fasteignafélagi hf. og Eik fasteignafélagi hf. Tímabil greiningar var frá því félögin voru skráð á aðalmarkað NASDAQ OMX Iceland til 1. október 2015. Dagsetningin miðaðist við upphaf greiningar vinnunnar. Í ritgerðinni var einnig sýnt fram á hversu mikil hlutabréfaeign lífeyrissjóðanna var í þessum félögum sé miðað við tíu stærstu hluthafana. Eingöngu var litið til beinnar eignar, en lífeyrissjóðir geta jafnframt átt hlutdeild í fasteignafélögunum í gegnum sjóði. Það er því hugsanlegt að almennt sé hlutdeild lífeyrissjóða í þessum félögum meiri en fram kemur í þessari greiningu. Markmið verkefnisins var að greina þróun eignahalds lífeyrissjóða í fasteignafélögunum og varpa ljósi á eign sömu lífeyrissjóða í skuldabréfum umræddra fasteignafélaga. Helstu niðurstöður voru þær að í flestum tilfellum voru lífeyrissjóðir í hópi tíu stærstu hluthafa smám saman að auka hlutdeild sína í fasteignafélögunum þremur. Eign lífeyrissjóða í hópi tíu stærstu hluthafa fasteignafélaganna í skuldabréfum sömu félaga var í öllum tilfellum undir 1,5% af hreinum eignum þeirra miðað við árslok 2014.

Samþykkt: 
  • 8.1.2016
URI: 
  • http://hdl.handle.net/1946/23486


Skrár
Skráarnafn Stærð AðgangurLýsingSkráartegund 
Sigrún_Eðvaldsdóttir_2016_MS (1).pdf1.81 MBOpinnHeildartextiPDFSkoða/Opna