is Íslenska en English

Lokaverkefni (Bakkalár)

Háskóli Íslands > Félagsvísindasvið > B.A./B.Ed./B.S. verkefni - Félagsvísindasvið >

Vinsamlegast notið þetta auðkenni þegar þið vitnið til verksins eða tengið í það: http://hdl.handle.net/1946/23490

Titill: 
  • Einelti á vinnustað. „Hvað er til ráða?“
Námsstig: 
  • Bakkalár
Útdráttur: 
  • Tilgangurinn með þessari fræðilegu ritgerð er að skoða einelti á vinnustöðum. Mikil vakning hefur verið í samfélaginu undanfarin ár á eineltismálum á vinnustöðum og þykir þar af leiðandi áhugavert að skoða það nánar. Markmiðið er að skoða einelti á vinnustöðum, birtingamyndir, afleiðingar og hvernig það er hægt að bregðast við einelti þegar það kemur upp á vinnustað. Rannsóknarspurningarnar eru: Hvað er vinnustaðaeinelti? Hverjar eru afleiðingar eineltis á þolendur og vinnustaðinn? Hvernig á að bregðast við einelti á vinnustað? Niðurstöður ritgerðarinnar leiddu í ljós að einelti er alvarlegt mál sem hefur bæði áhrif á þolandann og vinnustaðinn. Vegna alvarlegra afleiðinga eineltis á þolanda og vinnustaðinn er nauðsynlegt að atvinnurekendur stuðli að jákvæðum starfsanda og að virðing sé borin fyrir hverjum og einum. Niðurstöðurnar sýna einnig að starfsumhverfi skipti máli er varða einelti. Til eru verklög sem koma í veg fyrir eða uppræta einelti á vinnustöðum. Áhugavert væri að skoða hvort farið sé eftir þeim þegar einelti koma upp á vinnustöðum. Mikilvægt er að opna umræðuna um einelti á vinnustað og gera grein fyrir alvarleika afleiðinga þess. Einnig er mikilvægt að varpa ljósi á verklög sem koma í veg fyrir að einelti á vinnustað geti átt sér stað eða það endurtaki sig. Nauðsynlegt er að skoða betur og þróa verklag um einelti og kanna hvort vinnustaðir hafi eineltisteymi á sínum vegum innan vinnustaðarins.

Samþykkt: 
  • 8.1.2016
URI: 
  • http://hdl.handle.net/1946/23490


Skrár
Skráarnafn Stærð AðgangurLýsingSkráartegund 
Einelti á vinnustað-SonjaSG.pdf632.79 kBOpinnHeildartextiPDFSkoða/Opna