is Íslenska en English

Lokaverkefni (Meistara)

Háskóli Íslands > Félagsvísindasvið > Meistaraprófsritgerðir - Félagsvísindasvið >

Vinsamlegast notið þetta auðkenni þegar þið vitnið til verksins eða tengið í það: http://hdl.handle.net/1946/23499

Titill: 
  • Stefnumiðaður samstarfsaðili eða ofhlaðinn starfsmaður? Breytingar á starfi mannauðsstjóra verkefnadrifinna skipulagsheilda.
Námsstig: 
  • Meistara
Útdráttur: 
  • Svo virðist sem að skipulagsheildir séu í ört vaxandi mæli að taka upp verkefnadrifna starfshætti. Þessi breyting leiðir m.a. til nýrra áskoranna þeirra sem stjórna og þeirra sem sinna mannauðsmálum. Viðfangsefni ritgerðarinnar er að kanna hvort mannauðsstjórar verkefnadrifinna skipulagsheilda hérlendis séu að upplifa breytingar á starfi sínu í kjölfar aukinnar verkefnavinnu.
    Eigindleg rannsókn var gerð þar sem tekin voru níu viðtöl við mannauðsstjóra verkefnadrifinna skipulagsheilda. Niðurstöður rannsóknarinnar benda til þess að verkefnadrifin stýring sé ekki langt komin hérlendis. Þrátt fyrir að skipulagsheildin sinni starfsemi sinni í gegnum verkefni, bæði að hluta til eða öllu leyti, hefur það ekki enn haft mikil áhrif á vinnu stoðdeilda og þar á meðal starfsemi mannauðsdeilda. Viðmælendur hafa vissulega upplifað breytingar á starfi sínu síðastliðin ár, sumar hverjar jafnvel langvarandi afleiðingar efnahagshrunsins. Í kjölfar þeirra hagræðinga sem þá áttu sér stað var mörgum verkefnum hlaðið á viðmælendur, þau höfðu oft ekkert með starfsmannamál að gera. Svo virðist sem mannekla og tímaskortur séu það helsta sem standi í vegi fyrir viðmælendum svo þeir geti varið tíma sínum í það sem máli skiptir, stefnumiðaðar aðgerðir. Viðmælendur eru almennt dómharðir í eigin garð en fullir áhuga á að gera betur. Þrátt fyrir að viðmælendur hafi hvorki nýtt sér aðkomu verkefnastjóra við starfsmannatengd verkefni, né leitt hugann að breytingum tengdum aukinni verkefnavinnu, virðast þeir meðvitaðir um ýmsa fylgikvilla. Það að vinna í verkefnadrifnu umhverfi getur reynst krefjandi fyrir starfsmenn. Mikilvægt er að huga að starfsöryggi, streitu og almennri velferð enda virðast viðmælendur taka mið af því í aðgerðum sínum.

  • Útdráttur er á ensku

    It seems that organizations are progressively implementing projects oriented practices. This alteration results, among other things, in new challenges for the management and the human resource practitioners. The subject of the thesis was to investigate whether human resources of project oriented organizations in Iceland are experiencing changes in their work due to the increase of projects.
    A qualitative study was conducted that entails nine interviews with human resource managers in projects oriented organizations. The results indicate that in Iceland the development of project oriented management has not fully established itself. While planning the business of the organization through projects, both in part or in full, it has not yet had a major impact on supporting departments, including the activities of human resource departments. The participants have certainly experienced changes in their work in recent years, some of them even long time consequences of the economic collapse. Following the optimization that occurred, many projects were loaded on the participants, which often had nothing to do with human resource management. Apparently the shortage of staff and lack of time is the main aspect standing in the way of the participants, so they can dedicate their time to what really matters, strategic human resource management. Participants are generally judgmental towards themselves, but enthusiastic to do better. Although the participants have neither exploited the involvement of project managers in HR tasks, nor thought about changes regarding the increased project work, they seem aware of various complications. The working environment may be more challenging for employees. It is necessary to consider the job security, stress and wellbeing, which participants seem to consider in their actions.

Samþykkt: 
  • 8.1.2016
URI: 
  • http://hdl.handle.net/1946/23499


Skrár
Skráarnafn Stærð AðgangurLýsingSkráartegund 
Stefnumiðaður samstarfsaðili.pdf1.05 MBOpinnHeildartextiPDFSkoða/Opna