is Íslenska en English

Lokaverkefni (Bakkalár)

Háskóli Íslands > Félagsvísindasvið > B.A./B.Ed./B.S. verkefni - Félagsvísindasvið >

Vinsamlegast notið þetta auðkenni þegar þið vitnið til verksins eða tengið í það: http://hdl.handle.net/1946/23518

Titill: 
  • Fjármögnun íslenskra kvikmynda. Úttekt á fjármögnunarleiðum Íslenskra framleiðenda við framleiðslu á Íslenskum kvikmyndum
  • Titill er á ensku Financing Icelandic films
Námsstig: 
  • Bakkalár
Leiðbeinandi: 
Útdráttur: 
  • Markmið þessarar ritgerðar er að varpa ljósi á þær leiðir sem standa íslenskum kvikmyndagerðarmönnum til boða við framleiðslu á íslenskum kvikmyndum í fullri lengd. Við gagnaöflun var meðal annars tekið viðtal við sex viðmælendur sem allir starfa með einhverju móti við íslenskan kvikmyndaiðnað. Viðmælendur voru meðal annars leikstjóri, sjálfstæður framleiðendi, starfsmenn framleiðslufyrirtækja og starfsmenn stofnanna sem tengjast kvikmyndaiðnaðinum.
    Í ritgerð þessar er farið yfir hvað það er sem framleiðandi þarf að huga að við gerð kostnaðaráætlunar fyrir kvikmynd, og ýmis vandamál könnuð sem kunna að koma upp. Einnig eru skoðaðar þær leiðir sem standa framleiðanda til boða til þess að fjármagna kostnaðaráætlunina. Þær leiðir sem standa íslenskum kvikmyndaframleiðendum til boða eru jafnframt flokkaðar niður í eftirfarandi fjóra flokka; styrki, meðframleiðslu, aðrar leiðir og lán. Þar á eftir eru raungögn framleiðslu kvikmyndaverka skoðuð og að lokum umræða um framleiðslu kvikmynda á Íslandi. Niðurstöður ritgerðarinnar sýna að fjölmargar leiðir eru til þess að fjármagna íslenska kvikmynd og að sumar fjármögnunarleiðir eru mun algengari en aðrar. Meðal algengustu leiða til þess að fjármagna íslenska kvikmynd er styrkur frá Kvikmyndasjóði Íslands, styrkur erlendra kvikmyndasjóða, frestun launa (deferral) og meðframleiðsla með erlendu framleiðslufyrirtæki.

Samþykkt: 
  • 8.1.2016
URI: 
  • http://hdl.handle.net/1946/23518


Skrár
Skráarnafn Stærð AðgangurLýsingSkráartegund 
Fjármögnun íslenskra kvikmynda - lokaskil.pdf1.1 MBOpinnHeildartextiPDFSkoða/Opna