is Íslenska en English

Lokaverkefni (Meistara)

Háskóli Íslands > Félagsvísindasvið > Meistaraprófsritgerðir - Félagsvísindasvið >

Vinsamlegast notið þetta auðkenni þegar þið vitnið til verksins eða tengið í það: http://hdl.handle.net/1946/23550

Titill: 
  • „Ég get ekki ákveðið mig.“ Erfiðleikar í náms-og starfsvali nemenda við Háskóla Íslands
Námsstig: 
  • Meistara
Útdráttur: 
  • Markmiðið með þessari rannsókn var að fá innsýn í upplifun nemenda við Háskóla Íslands sem töldu sig eiga í erfiðleikum með náms- og starfsval. Reynt var að varpa ljósi á þá þætti sem hafa áhrif á ákvarðanatöku til náms, ásamt því að kanna hvernig náms- og starfsráðgjöf getur gagnast í því samhengi. Notast var við þriggja þátta líkan um erfiðleika við náms- og starfsval, samkvæmt því eru neikvæðar tilfinningar, skortur á upplýsingum og skortur á því að vera tilbúin/nn helstu ástæður að baki erfiðleikum við náms- og starfsval (Brown og Rector, 2007). Rannsóknin er eigindleg og byggir á viðtölum við sjö einstaklinga sem voru skráðir nemendur við Háskóla Íslands árið 2013 og töldu sig eiga í erfiðleikum með náms- og starfsval. Niðurstöður styðja að erfiðleikar við náms- og starfsval á meðal íslenskra nemenda falla að þriggja þátta líkani þeirra Brown og Rector. Neikvæðar tilfinningar höfðu áberandi áhrif á náms- og starfsval, þátttakendum fannst þeir hafa slaka sjálfsmynd og hófu nám við Háskóla Íslands þrátt fyrir að vera ekki tilbúin til þess. Meirihluti þátttakenda höfðu ekki nýtt sér náms- og starfsráðgjöf í Háskóla Íslands. Þeir voru sammála um að nauðsynlegt er að kynna þjónustu náms- og starfsráðgjafar betur, hvert hlutverk hennar er og hugsanlegan ávinning. Rannsóknin getur gagnast náms- og starfsráðgjöfum í ráðgjöf fyrir einstaklinga sem standa frammi fyrir náms- og starfsvali og styrkir stoðir um mikilvægi þess að greina ástæður að baki erfiðleikum við náms- og starfsval svo ávinningur ráðgjafar megi vera sem bestur.

  • Útdráttur er á ensku

    The purpose of this study was to explore the experience of people that have been dealing with problems related to indecision about their career choices and how they have used career support services such as counselling. The study was conducted amongst selfidentified undecided students at University of Iceland. This study used the consiturations towards Brown and Rector, 2007 four factor model, negative affectivity, lack of informations and lack of readiness, 4th factor as a broad conceptual framework, especially the first three already validated in Iceland (Anna Ósk Ómarsdóttir, 2011). Semi-structured interviews were conducted with seven University students. Results show that the problems they described fit the three of the factors. Negative affectivity had remarkable influence on students ability to make career choices. Student thought of them selves as a person with low self-identity and were not ready to start their education in the University of Iceland when they did. The participants did not seak much career counseling but agreed that the service needed to be better advertised and how it can be useful. The results of this study might be helpful for educational- and career counselors in counseling with people having difficulties in choosing their career. It also shows the importance of validating reasons for career choice difficulties so that career guidance can be as helpful as possible.

Samþykkt: 
  • 12.1.2016
URI: 
  • http://hdl.handle.net/1946/23550


Skrár
Skráarnafn Stærð AðgangurLýsingSkráartegund 
María Jónsdóttir-final.pdf804.97 kBOpinnHeildartextiPDFSkoða/Opna
Yfirlýsing_María.pdf414.67 kBLokaðurYfirlýsingPDF