is Íslenska en English

Lokaverkefni (Meistara)

Háskóli Íslands > Félagsvísindasvið > Meistaraprófsritgerðir - Félagsvísindasvið >

Vinsamlegast notið þetta auðkenni þegar þið vitnið til verksins eða tengið í það: http://hdl.handle.net/1946/23561

Titill: 
  • „Ég veit það ekki, ég er mjög lost núna“: Framtíðarsýn þvermenningarlegra ungmenna á Íslandi
  • Titill er á ensku "I don´t know, I am very lost now": The vision for the future of cross-cultural youth in Iceland
Námsstig: 
  • Meistara
Útdráttur: 
  • Markmið þessarar rannsóknar var að öðlast innsýn í reynsluheim þvermenningarlegra ungmenna á Íslandi og sýn þeirra á eigin framtíð. Rannsóknin byggir á viðtölum við átta ungmenni sem reynslu hafa af búsetu og námi í mismunandi löndum.
    Félagsleg tengsl skiptu miklu í líf ungmennanna þar sem þau misstu tengsl þegar flutt var og reynt var að mynda ný tengsl á nýjum stað. Virtust félagsleg tengsl þó litlu skipta varðandi framtíðarsýn þeirra. Niðurstöður benda til að framtíðarsýn þvermenningarlegra ungmenna í þessari rannsókn taki mið af rótleysi og upplifun af fordómum. Rótlaus ungmenni voru þó ekki stefnulaus. Rótleysi birtist í togstreitu á milli uppruna- og búsetulands og að sjá framtíð sína hvorki hér á landi né í upprunalandinu. Fordómar birtust í almennri framkomu, viðurkenningu á námi og réttindum erlendis frá og atvinnumöguleikum. Ungmennin í rannsókninni upplifðu neikvæð áhrif rótleysis, sem birtust í því að upplifa sig hvergi eiga heima sem og jákvæð sem birtust í upplifun af frelsi og óttaleysi. Upplifun af íslenska skólakerfinu gaf til kynna að misvel gekk að koma til móts við námslegar þarfir þeirra. Í ljósi niðurstaðna er mikilvægt að náms- og starfsráðgjafar og kennarar séu meðvitaðir um ólíkar námslegar- og tilfinningalegar þarfir þvermenningarlegra barna og ungmenna.

Samþykkt: 
  • 13.1.2016
URI: 
  • http://hdl.handle.net/1946/23561


Skrár
Skráarnafn Stærð AðgangurLýsingSkráartegund 
1Ég veit það ekki, ég er mjög lost núna Ma.pdf918.32 kBLokaður til...17.01.2036HeildartextiPDF
Yfirlýsing_KristínInga.pdf413.51 kBLokaðurYfirlýsingPDF