is Íslenska en English

Lokaverkefni (Bakkalár)

Háskóli Íslands > Hugvísindasvið > B.A. verkefni - Hugvísindasvið >

Vinsamlegast notið þetta auðkenni þegar þið vitnið til verksins eða tengið í það: http://hdl.handle.net/1946/23589

Titill: 
  • MOSKAN: Framlag Íslands á Feneyjatvíæringnum 2015
Námsstig: 
  • Bakkalár
Útdráttur: 
  • MOSKAN var framlag Íslands á Feneyjatvíæringnum árið 2015. Listamaðurinn Christoph Büchel var valinn úr hópi umsækjanda til að sýna fyrir hönd Íslands, en þar setti hann upp innsetningu í líki mosku í afhelgaðri kirkju. Eftir að sýningin opnaði þann 8. maí 2015 varð verkið einnig að starfræktri mosku þar sem listamaðurinn vann í nánu samstarfi við múslimafélög í Feneyjum og á Íslandi. Verk listamannsins var það raunverulegt að yfirvöld Feneyja tóku þá ákvörðun að loka sýningunni vegna öryggishagsmuna eftir aðeins tvær vikur. Christoph Büchel er þekktur fyrir ögrandi verk sem virðast oft raunverulegri en veruleikinn sjálfur. Í þessari ritgerð verður spurningunni „Hverju er listamaðurinn að reyna að ná fram með þessum ofur-raunveruleika?“ varpað fram, en notast verður við kenningar um venslalist, þátttökulist og samfélagslist til að svara þeirri spurningu.
    Niðurstaða ritgerðarinnar er sú að með ofur-raunveruleika sínum hafi Büchel tekist að setja upp fyrstu mosku Feneyja. Hann skapaði virka trúarmiðstöð fyrir samfélag múslima í borginni. Í verkinu tókst honum að virkja félagsleg tengsl með þátttöku gesta og safnaðarmeðlima, tengsl sem einnig mætti greina sem fagurfræðileg vensl og þátttökulist.

Samþykkt: 
  • 18.1.2016
URI: 
  • http://hdl.handle.net/1946/23589


Skrár
Skráarnafn Stærð AðgangurLýsingSkráartegund 
THE RITGERÐ1.pdf110.39 MBOpinnHeildartextiPDFSkoða/Opna