is Íslenska en English

Lokaverkefni (Bakkalár)

Háskóli Íslands > Hugvísindasvið > B.A. verkefni - Hugvísindasvið >

Vinsamlegast notið þetta auðkenni þegar þið vitnið til verksins eða tengið í það: http://hdl.handle.net/1946/23595

Titill: 
  • Titill er á spænsku El trasfondo socio-histórico en Nada de Carmen Laforet: La situación de la mujer en España durante la Segunda República y el franquismo
Námsstig: 
  • Bakkalár
Leiðbeinandi: 
Útdráttur: 
  • Í þessu BA-verkefni verður sagt frá því hvernig spænski rithöfundurinn Carmen Laforet endurspeglar í skáldsögu sinni, Nada (1944), ástand Spánar eftir Borgarastyrjöldina (1936-1939). Verkið verður skoðað í sögulegu samhengi og farið verður yfir stöðu kvenna í spænsku samfélagi frá stofnun Annars Lýðveldis (1931-1939) og til og með valdatöku einræðisherrans Fransisco Francos (1939-1975). Auk þess verður skýrt nánar frá því hvernig öll þau réttindi og þær lýðræðislegu umbætur sem spænska þjóðin ávann sér með komu Stjórnarskrárinnar frá 1931, voru snögglega hrifsuð úr höndum hennar í kjölfar Borgarastyrjaldarinnar. Má þar nefna réttindi á borð við tjáningarfrelsi, fundafrelsi, kosningarétt kvenna og lögleiðingu skilnaðar.
    Sjónum verður einkum beint að því hvernig Laforet gagnrýnir rótgrónar hefðir samfélagsins í verki sínu og sýnir að hún er óhrædd við að segja frá því sem átti sér stað á þessu tímabili þöggunar sem einkenndist af litlu sem engu tjáningarfrelsi, mikilli ritskoðun og frelsisskerðingu. Auk þess lýsir hún stéttaskiptingunni sem ríkti, segir frá hungrinu og skortinum sem fólk leið og hvernig konur höfðu fyrirfram ákveðin hlutverk sem eiga rætur að rekja allt til miðalda. Franco sótti margar hugmyndir sínar til miðalda og vildi byggja upp land sitt og samfélag með þær í huga. Meðal annars var hann þeirrar skoðunar að hlutverk kvenna einskorðaðist við það að hugsa um heimilið, ala upp börnin og vera eiginmanni sínum undirgefnar í einu og öllu.
    Höfundur fjallar um atburði samtíma síns og fléttar þá inn í skáldsögu sína sem hún lýsir frá sjónarhorni kvenpersónunnar, Andreu. Með þessu tímamótaverki vann Carmen Laforet til verðlauna árið 1944 fyrir lifandi lýsingar sínar og vel skrifaða sögu. Það sem höfundurinn skrifar um í ritverki sínu er framtíð sem ekki er í takt við boðaða stefnu ríkjandi valdhafa, heldur þvert á móti. Hún vill að ungar konur brjótist undan karlaveldinu, færist undan oki þeirra og settum reglum sem halda aftur af þeim. Boðskapur sögunnar er skýr: konur eiga ekki að gefast upp, þær eiga að hafa jafnan rétt eins og karlmenn til að mennta sig og vera sjálfstæðar.

Samþykkt: 
  • 19.1.2016
URI: 
  • http://hdl.handle.net/1946/23595


Skrár
Skráarnafn Stærð AðgangurLýsingSkráartegund 
El trasfondo socio-histórico en Nada de Carmen Laforet.pdf531.48 kBOpinnHeildartextiPDFSkoða/Opna