is Íslenska en English

Lokaverkefni (Meistara)

Háskóli Íslands > Félagsvísindasvið > Meistaraprófsritgerðir - Félagsvísindasvið >

Vinsamlegast notið þetta auðkenni þegar þið vitnið til verksins eða tengið í það: http://hdl.handle.net/1946/23607

Titill: 
  • Stuðningur við foreldra á fyrsta æviskeiði barns: Þjónusta og hlutverk heilsugæslu
Námsstig: 
  • Meistara
Útdráttur: 
  • Meginmarkmið þesssarar rannsóknar var að kortleggja þjónustu og sálfélagslegan stuðning sem foreldrum er veitt innan heilsugæslu á meðgöngu til tveggja ára aldurs barns. Jafnframt að skoða þjónustu við foreldra, m.a. námskeið og stuðning sem íslenskar þjónustustofnanir bjóða utan heilsugæslunnar. Þar að auki var niðurstöðum ætlað að varpa ljósi á þjónustuframboði eftir búsetu, þ.e.a.s. bera saman þjónustu á höfuðborgarsvæðinu og landsbyggðinni. Megindleg rannsóknaraðferð var notuð til að ná fram markmiði rannsóknar og var símakönnun framkvæmd þar sem fagaðilar í mæðra-, ung og smábarnavernd á heilsugæslustöðvum landsins voru spurðir út í þann stuðning sem þeirra stöð veitir. Þátttakendur voru 49 talsins, í flestum tilfellum yfirhjúkrunarfræðingar og var svarhlutfall 100%. Helstu niðurstöður gáfu til kynna að eðli þeirrar þjónustu sem nú er veitt í mæðra-, ung- og smábarnavernd telst að einhverju leyti til lágmarks þjónustu og að skortur sé á sérhæfðri þjónustu sem og þekkingu innan heilsugæslunnar. Þannig benda niðurstöður einnig til þess að þjónunstuframboð á höfuðborgarsvæðinu sé fjölbreyttara en úti á landsbyggðinni. Ályktað er að þörf sé á vitundavakningu og umræðu til að hafa áhrif á stefnu og breyttar áherslur.
    Lykilorð: Heilsugæsla, stuðningur, mæðravernd, ung- og smábarnavernd, tegnslamyndun, viðhorf fagaðila.

  • Útdráttur er á ensku

    The main goal of this study was to identify services and psychosocial support that parents in Iceland are provided within the primary health care clinics during pregnancy and to age two period. Furthermore, to examine other services provided to parents, including seminars and support that icelandic parents can look for beyond the primary health care clinics. In addition, the results were to highlight the services offered by residence, that is to compare services in the capital and rural areas. Quantitative research was used to achieve the goals of the study by telephone interviews. Professionals working in antenatal care and postnatal services in the primary health care clinics were asked about the support their clinic provides. Participants were 49, in most cases, nurses and the response rate was 100%. The main finding from this study indicated that the nature of the services currently provided in antenatal care and postnatal services is considered minimum and that a deficiency of specialized services and knowledge in icelandic primary health care clinics. Thus, the results also indicate that service in the capital is more diverse than in rural areas. It is concluded that the need for awakening and social discussions to influence policy and new emphasis.
    Keywords: Support, primary health care clinics, antenatal care, postnatal services, attatchment, professionals attitudes.

Samþykkt: 
  • 20.1.2016
URI: 
  • http://hdl.handle.net/1946/23607


Skrár
Skráarnafn Stærð AðgangurLýsingSkráartegund 
_MAverkefnigmg10_-2.pdf3.78 MBLokaður til...31.01.2136HeildartextiPDF