is Íslenska en English

Lokaverkefni (Bakkalár)

Háskóli Íslands > Hugvísindasvið > B.A. verkefni - Hugvísindasvið >

Vinsamlegast notið þetta auðkenni þegar þið vitnið til verksins eða tengið í það: http://hdl.handle.net/1946/23624

Titill: 
  • Krandar og nelar. Fleirtölumyndun 3-4 ára barna eftir beygingarflokkum
Námsstig: 
  • Bakkalár
Útdráttur: 
  • Þessi ritgerð er lögð fram til B.A.-prófs í íslensku á Hugvísindasviði Háskóla Íslands. Viðfangsefni ritgerðarinnar er fleirtölumyndun nafnorða hjá börnum á aldrinum 3-4 ára. Fleirtölumyndun er mismunandi eftir nafnorðum og fer m.a. eftir kyni og beygingarflokk. Sumir flokkar eru algengari en aðrir og það kemur skýrt fram í barnamáli. Sem dæmi þá alhæfa börn oft fleirtöluendinguna -ar yfir á orð sem fengju annars aðra fleirtöluendingu, en -ar er algengasta fleirtöluending sterkra og veikra karlkynsorða. Fyrst um sinn alhæfa börn algengustu beygingarendingar málsins en tileinka sér með tíð og tíma flóknari og sértækari reglur.
    Niðurstöður rannsóknar minnar sýna að fleirtölumyndun barna á þessum aldri er að einhverju leyti einstaklingsbundin og óháð aldri þeirra en skýringin gæti verið sú að of fá börn voru könnuð, þ.e.a.s. of fá svo hægt væri að draga ályktanir sem tengjast aldri. Algengast er að 3-4 ára börn noti eintölumyndina óbreytta þegar þau mynda fleirtölu, sérstaklega ef þau þekkja ekki orðið. Þetta á við um alla beygingarflokkana nema flokk veikr karlkynsorða. Á þessum aldri er algengt að börn alhæfi fleirtöluendinguna -ar og noti hana til að mynda fleirtölu sterkra karlkyns- og kvenkynsorða. Þau eiga auðveldast með fleirtöluendinguna -ar í beygingarflokki sterkra og veikra karlkynsorða (sbr. hundar og fánar) og næst auðveldast með endinguna -ur í flokki veikra kvenkynsorða (sbr. konur). Notkun endingarinnar -ir í flokki sterkra karlkyns- og kvenkynsorða er þeim erfið og á það bæði við um sterk karlkynsorð (sbr. selir) og sterk kvenkynsorð (sbr. hurðir). Orð sem hafa óreglulega beygingu og tilheyra sjaldgæfum beygingarflokkum eru börnunum þó erfiðastir (sbr. sög). Að auki eiga þau erfitt með þau orð sem hafa breytingu í stofni, t.d. hljóðvarp og brottfallsreglu (sbr. tjald og hamar).
    Niðurstöður þessarar rannsóknar staðfesta niðurstöður fyrri rannsókna á sama efni að miklu leyti. Algengustu fleirtölubeygingarnar eru t.d. þær sömu hér og í fyrri rannsóknum ásamt því að sömu hljóðkerfisleg frávik koma fram. Í fyrri rannsóknum hefur þó komið fram að þróun fleirtölunnar sé mest hjá börnum á aldrinum 3-4 ára enda voru fleiri börn könnuð í þeim en í þessari rannsókn. Börn á þessum aldri hafa ekki tileinkað sér margar reglur hvað fleirtölumyndun varðar og nota ýmist eintölumyndina óbreytta þegar þau mynda fleirtölu eða alhæfa algengar beygingarendingar eins og -ur yfir á aðra beygingarflokka. Að auki sýna niðurstöðurnar að beygingarendingar sem eru óalgengar og tilheyra aðeins einum beygingarflokk reynast börnunum erfiðar, ásamt orðum sem hafa óreglulega beygingu eða þau orð sem þurfa að fá einhverja breytingu í stofni til að mynda fleirtöluna.

Samþykkt: 
  • 21.1.2016
URI: 
  • http://hdl.handle.net/1946/23624


Skrár
Skráarnafn Stærð AðgangurLýsingSkráartegund 
Krandar og nelar - ÁG2016loka.pdf770.97 kBOpinnHeildartextiPDFSkoða/Opna