is Íslenska en English

Lokaverkefni

Háskóli Íslands > Þverfræðilegt nám > Lýðheilsuvísindi >

Vinsamlegast notið þetta auðkenni þegar þið vitnið til verksins eða tengið í það: http://hdl.handle.net/1946/23634

Titill: 
  • Áhrif skattlagningar á holdafar. Kerfisbundin samantekt
Efnisorð: 
Útdráttur: 
  • Offita í heiminum hefur nærri tvöfaldast á síðustu 30 árum. Ein af meginástæðum þess er talin aukin neysla á orkuríkri en næringarsnauðri fæðu ásamt hreyfingarleysi. Meðal Norðurlandaþjóðanna er hlutfall offitu hæst á Íslandi eða 21%. Á heimsvísu eru meira en 1,9 milljarðar fullorðinna einstaklinga í ofþyngd eða offitu. Rannsóknir sýna að stór hluti af hitaeininganeyslu fólks stafar af neyslu sykraðra drykkja og á það einkum við um ungt fólk, sérstaklega karlmenn. Rannsóknir styðja einnig að mikil neysla sykraðra drykkja sé ein af lykilorsökum ofþyngdar og offitu. Fólk með offitu er líklegra en aðrir til að þjást af svonefndum lífstílssjúkdómum einhvern tímann á lífsleiðinni, svo sem sykursýki 2, hjarta- og æðasjúkdómum og ýmsum tegundum krabbameina.
    Markmið meistaraverkefnisins var að taka saman á kerfisbundinn hátt niðurstöður rannsókna á mögulegum áhrifum skattlagningar á sykruðum drykkjum á holdafar einstaklinga. Leitað var í gagnasöfnum að rannsóknum sem birtar höfðu verið fram til janúar 2015 um framangreint efni. Heimildaleitin skilaði að endingu 12 rannsóknargreinum sem uppfylltu öll leitarskilyrði sem sett voru.
    Minnkun á neyslu sykraðra drykkja jafngildir færri innbyrtum hitaeiningum og stuðlar að þyngdartapi að því gefnu að önnur neysla komi ekki í staðinn. Rannsóknir sýna að skattlagning sé líkleg til að stuðla að minni neyslu sykraðra drykkja og leiða má líkur að því að heilsufarslegur ávinningur hljótist af kjósi stjórnvöld að skattleggja sykraða drykki í því augnamiði að draga úr offitu. Niðurstöður þessa yfirlits benda til þess að ef 20% skattur yrði lagður á sykraða drykki gæti sú aðgerð leitt til þyngdartaps á bilinu 0,4 kg til 1,7 kg að meðaltali á ári hjá fullorðnum einstaklingum eftir skattlagningu samkvæmt fjórum af rannsóknunum. Alls fimm rannsóknir sýndu fram á að tíðni offitu gæti einnig lækkað á bilinu 1,3% til 3%.
    Vísbendingar eru um að áhrif skattlagningar gætu aukist umtalsvert við hærra skattstig. Öllum rannsóknunum ber saman um að tengsl af álagningu skatta á sykraða drykki yrðu mest á neyslu ungs fólks og karlmanna -sérstaklega ungra karla en þær veita þó ekki einhlítt svar við því hversu mikil neysluáhrifin yrðu. Öll minnkun á neyslu getur þó haft í för með sér heilsufarslegan ávinning í formi þyngdartaps og lækkunar á tíðni offitu.

Athugasemdir: 
  • Læst til 31.12.2017
Samþykkt: 
  • 27.1.2016
URI: 
  • http://hdl.handle.net/1946/23634


Skrár
Skráarnafn Stærð AðgangurLýsingSkráartegund 
Áhrif skattlagningar á holdafar_lba.pdf915.68 kBOpinnHeildartextiPDFSkoða/Opna