is Íslenska en English

Lokaverkefni (Bakkalár)

Háskóli Íslands > Heilbrigðisvísindasvið > B.S. verkefni - Heilbrigðisvísindasvið >

Vinsamlegast notið þetta auðkenni þegar þið vitnið til verksins eða tengið í það: http://hdl.handle.net/1946/23644

Titill: 
  • Áhrif stýrðrar kennslu og fimiþjálfunar á lestrarfærni 12 ára drengs með almenna námsörðugleika
  • Titill er á ensku Effects of direct instruction and precision teaching on a 12 year old boy with learning disabilities
Námsstig: 
  • Bakkalár
Útdráttur: 
  • Stýrð kennsla (e. Direct Instruction) er raunprófuð kennsluaðferð sem felur í sér vel skipulagðar kennslustundir og skýr og ákveðin fyrirmæli frá kennara. Kennslan stýrist af handriti og krefst mikillar virkni og þátttöku af nemanda. Þetta fyrirkomulag gerir kennara kleift að meta frammistöðu nemanda stöðugt. Námsáætlun er byggð á þyngdarstigi verkefna og nemandi heldur ekki áfram í nýtt verkefni fyrr en færni hefur náðst í undanfara þess. Fimiþjálfun (e. Precision Teaching) er bæði notuð til þess að meta kennsluaðferðir og til að þjálfa fimi. Hún er oft notuð samhliða öðrum kennsluaðferðum, til dæmis stýrðri kennslu. Fimiþjálfun nýtist bæði til þess að þjálfa frekari færni í námsefninu og til þess að mæla frammistöðu. Markmið þessarar rannsóknar var að kanna áhrif stýrðrar kennslu og fimiþjálfunar á færni 12 ára drengs með almenna námsörðugleika við að þekkja heiti bókstafa, segja hljóð þeirra og að hljóða einföld orð. Niðurstöður rannsóknar sýndu að færni þátttakanda jókst á öllum sviðum sem kennslan sneri að.

Samþykkt: 
  • 29.1.2016
URI: 
  • http://hdl.handle.net/1946/23644


Skrár
Skráarnafn Stærð AðgangurLýsingSkráartegund 
Áhrif stýrðrar kennslu og fimiþjálfunar á lestrarfærni 12 ára drengs með almenna námsörðugleika.pdf1.5 MBOpinnHeildartextiPDFSkoða/Opna
Yfirlýsing_GylfiSveinn.pdf414.53 kBLokaðurYfirlýsingPDF