is Íslenska en English

Lokaverkefni (Meistara)

Háskólinn á Akureyri > Hug- og félagsvísindasvið > Meistaraprófsritgerðir >

Vinsamlegast notið þetta auðkenni þegar þið vitnið til verksins eða tengið í það: http://hdl.handle.net/1946/23659

Titill: 
  • Samþætting aðferða við læsiskennslu : byrjendalæsi, K-Pals, Pals og Leikur að læra
Námsstig: 
  • Meistara
Leiðbeinandi: 
Útdráttur: 
  • Í þessari ritgerð er sagt frá starfendarannsókn á reynslu eins kennara af samþættingu fjögurra kennsluaðferða við læsiskennslu á yngsta stigi grunnskóla. Aðferðirnar eru: Byrjendalæsi, K-pals, Pals og Leikur að læra. Rannsóknin var gerð í fámennum skóla, þar sem kennarinn sem jafnframt var rannsakandi, starfar sem umsjónarkennari í 1.-2. bekk en þeim árgöngum er kennt saman. Markmið rannsóknarinnar var að meta hvort og þá hvernig samþætting þessara aðferða gæti auðgað læsisnám nemenda.
    Leitað var eftir mati nemenda, mati aðstandenda og auk þess fylgdist stuðningsfulltrúi með starfi kennarans og nemenda í völdum kennslustundum og skráði hjá sér athugasemdir. Gagna var aflað með dagbókarskrifum, viðtölum og viðhorfakönnunum, vettvangsathugunum og mati á afrakstri vinnu nemenda.
    Meginniðurstöður rannsóknarinnar sýna að nemendur sýndu námsefninu áhuga og voru virkir og viljugir til að læra nýtt efni. Einnig sýna niðurstöður að aðstandendur voru ánægðir með kennsluna, þeim fannst nemendur sýna náminu áhuga og vera ánægðir í skólanum.
    Niðurstöður benda til að samþætting aðferðanna hafi tekist og að kennarinn hafi fengið staðfestingu á réttmæti þess að nota fleiri en eina kennsluaðferð til að styrkja læsisnám nemenda.

  • Útdráttur er á ensku

    This dissertation reports a practioner research into the experience of one classroom teacher of the integration of four different methods of teaching literacy to young elementary students. These methods are Beginning Literacy, K–pals, Pals and Play to learn more. The research took place in a small school where the teacher, who is also the researcher, works as a class teacher in grades 1 and 2 where those grades are tought together as one multi-age group. The aim of the research was to evaluate if and how integrating these methods would enrich the literacy learning of the students.
    Data was collected from students and parents and a classroom assistant also observed the teachers and students working in selected lessons and took notes. The data included journals, interviews, a questionnaire survey, field notes from observations, and evaluation of students work.
    The main results of the research is that the students were intresed in their activities, they were engaged and willing to learn something new. The results also indicate that parents were satisfied with the teaching, they felt the students were interested in learning and happy in school.
    The author concludes that the integration of the methods was successful and confirmed the value of using multiple methods to enrich the literacy education of students.

Samþykkt: 
  • 2.2.2016
URI: 
  • http://hdl.handle.net/1946/23659


Skrár
Skráarnafn Stærð AðgangurLýsingSkráartegund 
M.Ed. Sonja Dröfn.pdf903.46 kBOpinnHeildartextiPDFSkoða/Opna
M.Ed. Sonja Dröfn.2.pdf2.41 MBOpinnHeildartextiPDFSkoða/Opna
M.Ed. Sonja Dröfn.3.pdf188.94 kBOpinnFylgiskjölPDFSkoða/Opna
M.Ed. Sonja Dröfn.4.pdf313.13 kBOpinnFylgiskjölPDFSkoða/Opna
M.Ed. Sonja Dröfn.4.pdf313.13 kBOpinnFylgiskjölPDFSkoða/Opna
M.Ed. Sonja Dröfn.5.pdf60.88 kBOpinnFylgiskjölPDFSkoða/Opna
M.Ed. Sonja Dröfn 6.pdf86.11 kBOpinnFylgiskjölPDFSkoða/Opna
M.Ed. Sonja Dröfn.7.pdf12.61 MBOpinnFylgiskjölPDFSkoða/Opna

Athugsemd: Ritgerðin sem og fylgiskjöl eru opin og öllum aðgengileg. Hins vegar ef óskað er eftir frekari upplýsingum um verkefni eða fá aðgang að verkefnum er hægt að hafa samband við mig í gegnum netfangið sonjad@simnet.is