is Íslenska en English

Lokaverkefni (Meistara)

Háskóli Íslands > Heilbrigðisvísindasvið > Meistaraprófsritgerðir - Heilbrigðisvísindasvið >

Vinsamlegast notið þetta auðkenni þegar þið vitnið til verksins eða tengið í það: http://hdl.handle.net/1946/23683

Titill: 
  • Titill er á ensku Anti-diabetic properties of Fucus vesiculosus and pine bark extracts using the adipocyte cell model 3T3-L1
Námsstig: 
  • Meistara
Útdráttur: 
  • Útdráttur er á ensku

    Obesity is a serious health problem, affecting the lives of several hundred million individuals in the western civilizations. In obese individuals, large amounts of fat are stored in adipose tissue, which also acts as endocrine organ. This function can be affected in obesity, thus contribute to the onset of metabolic disorders like diabetes. Also, the progression of diabetes has been linked to accumulation of free radicals in the body which are as well involved in other degenerative diseases.
    The aim of this Master thesis was to investigate the effects of Fucus vesiculosus and pine bark (Pinus spp) extracts on lipid accumulation in a 3T3-L1 adipocyte model, inhibition against α- glucosidase activity and to determine their antioxidant activity. These plants are rich sources of bioactive compounds, mainly polyphenols and polysaccharides. Three seaweed extracts inhibited lipid accumulation in the 3T3-L1 cells without affecting their viability, whereas water based F. vesiculosus extract was the most effective with 35% inhibition in concentration 0.1 mg/mL. An acid based F. vesiculosus extract also obtained good anti-adipogenic activity with 19% inhibition in the same concentration. Additionally, both seaweed and pine bark extracts had strong antioxidant activity and α-glucosidase inhibitory activity. The pine bark had the strongest antioxidant activity in the ORAC with 2869 µmol TE/g and the same extract obtained an IC50 value of 1.3 µg/mL in the α-glucosidase assay.
    Further studies are needed to identify through which pathways the differentiation of the adipocytes is inhibited. Also, in vivo studies would provide information if these effects are measurable in whole organisms. This could lead to the development and production of a dietary enrichment product that could be used to alleviate obesity and its secondary metabolic disorders.

  • Offita er alvarlegt heilsufarsvandamál sem hefur áhrif á líf mörg hundruð milljón einstaklinga í hinum Vestræna heimi. Hún einkennist af miklu magni fitu sem safnast upp í fitufrumum í fituvef, en fituvefurinn gegnir einnig mikilvægu hlutverki í innkirtlavirkni líkamans. Þessi virkni getur orðið fyrir truflunum af völdum þessarar fituuppsöfnunar og þannig stuðlað að þróun ýmissa efnaskiptasjúkdóma líkt og sykursýki. Þar að auki hefur framgangur sykursýki verið tengdur uppsöfnun sindurefna í líkamanum sem einnig er þekkt að geti valdið öðrum hrörnunarsjúkdómum.
    Markmið þessa meistaraverkefnis var að kanna áhrif útdrátta úr Fucus vesiculosus og furutrjáberki (Pinus spp) á fituuppsöfnun í 3T3-L1 fitufrumumódeli, hindrandi áhrif þeirra gegn α-glucosidase ásamt andoxunarvirkni. Þessar plöntur eru rík uppspretta lífvirkra efna, aðallega fjölfenóla og fjölsykra. Þrír þangútdrættir hindruðu fituuppsöfnun í 3T3-L1 frumunum án þess að hafa áhrif á lifun þeirra og sýndi F. vesiculosus vatnsútdráttur bestu virknina með 35% hindrun í styrkleika 0,1 mg/mL. F. Vesiculosus sýruútdráttur sýndi einnig góða virkni með 19% hindrun í sama styrkleika. Þá höfðu bæði þang- og furutrjábarkar útdrættir sterka andoxunarvirkni svo og hindrunarvirkni gegn α-glucosidase. Furutrjábörkurinn hafði mestu andoxunarvirknina í ORAC með 2869 µmol TE/g og sami útdráttur hafði góða hindrunarvirkni gegn α-glucosidase með 1,3 µg/mL IC50 gildi.
    Frekari rannsókna er þörf til að bera kennsl á þá ferla sem hindra fituuppsöfnunina. Einnig geta in vivo rannsóknir veitt upplýsingar um hvort þessara áhrifa gæti einnig í lifandi verum. Þetta gæti leitt til þróunar og framleiðslu á fæðubótarefni sem hægt væri að nota til að koma í veg fyrir offitu og þá efnaskiptasjúkdóma sem henni tengjast.

Styrktaraðili: 
  • Matís ohf, Rannís
Samþykkt: 
  • 5.2.2016
URI: 
  • http://hdl.handle.net/1946/23683


Skrár
Skráarnafn Stærð AðgangurLýsingSkráartegund 
Margrét Eva_MSc ritgerð_Anti-diabetic properties of Fucus vesiculosus and pine bark extracts.pdf1.72 MBOpinnHeildartextiPDFSkoða/Opna