is Íslenska en English

Lokaverkefni (Bakkalár)

Háskólinn á Bifröst > Félagsvísindadeild > Lokaverkefni í félagsvísindadeild (BA) >

Vinsamlegast notið þetta auðkenni þegar þið vitnið til verksins eða tengið í það: http://hdl.handle.net/1946/23757

Titill: 
  • Hvernig ætla Píratar að breyta íslenskum stjórnmálum og hvaða hugmynd hefur hinn almenni Pírati um áhrifamátt flokksins?“
Námsstig: 
  • Bakkalár
Útdráttur: 
  • Tilgangurinn með þessari rannsókn var að komast að því hvað píratar standa fyrir í pólítík: Hver þeir telji að séu brýnustu verkefni flokksins á næstu misserum og hvað píratar telja að sé áhrifamáttur flokksins. Píratar eru enn að nokkru leiti óskrifað blað og því hafa álitsgjafar jafnt sem pólítískir andstæðingar keppst við að skilgreina flokkinn. Stefnuskrá og grunnstefna, auk opinberra ummæla forystufólks flokksins svara þessari spurningu vissulega að eitthverju leyti, en höfundur vildi þó kafa dýpra, og fá innsýn í hvað hinn almenni pírati teldi að væru brýnustu verkefni flokksins.
    Til þess var gerð rannsókn á hugmyndum og sýn flokksmanna. Rannsóknin náði til forystumanna pírataflokksins en einnig kannaði höfundur hvað hinum almenna Pírata þykir um íslensk stjórnmál í dag.
    Niðurstöður sýndu að Píratar telja helst að áhrifamáttur flokksinns sé mestur þegar kemur að stjórnarskránni og breytingum á henni. Um leið og flokksmenn telja að breytingar á stjórnarskránni séu með brýnustu viðfangsefnum stjórnmálanna. Bæði forystumenn og hinn almenni Pírati telja að spilling einkenni enn í dag stjórnmál á Íslandi og að það verði að uppræta strax. Niðurstaða höfundar var því að umbætur á stjórnkerfi og stjórnmálum virðist vega þyngst í hugum pírata.
    Píratar telja stjórnkerfisbreytingar vera lykilatriði til að gera Ísland að betra landi. Að þeirra mati er allt undirliggjandi kerfið bilað og því verður ekki breytt nema með breytingum á Stjórnarskránni. Breytingarnar munu gera það að verkum að allt yrði gagnsærra og spilling yrði minni.
    Af öðrum málum sem Píratar leggja áherslu á stóðu tvö mál upp úr. Annars vegar var það efling heilbrigðiskerfisins og hins vegar breytingar á skipan gjaldeyrismála þjóðarinnar. Þeir telja að krónan sé alvarlegur dragbítur á efnahagsþróun hér á landi og haldi aftur af efnahagslegri velsældað. En þeir telja einnig að það sé nauðsynlegt sé að byggja upp heilbrigðiskerfið.
    Ætlun höfundar er að varpa ljósi á það sem vakti áhuga hans í upphafi rannsóknar, en mikil umræða hefur átt sér stað um Pírata undanfarna mánuði bæði í fjölmiðlum og á meðal almennings.

Samþykkt: 
  • 12.2.2016
URI: 
  • http://hdl.handle.net/1946/23757


Skrár
Skráarnafn Stærð AðgangurLýsingSkráartegund 
HildurIngólfsdóttir_BA_Lokaverkefni1.pdf953.42 kBOpinnHeildartextiPDFSkoða/Opna

Athugsemd: Verkefnið má afrita í einu eintaki til einkanota án sérstaks leyfis höfundar.