is Íslenska en English

Lokaverkefni (Meistara)

Háskóli Íslands > Félagsvísindasvið > Meistaraprófsritgerðir - Félagsvísindasvið >

Vinsamlegast notið þetta auðkenni þegar þið vitnið til verksins eða tengið í það: http://hdl.handle.net/1946/23778

Titill: 
  • Vörumerkjaupplifun: Leiðir jákvæð vörumerkjaupplifun til aukinnar ánægju og tryggðar?
Námsstig: 
  • Meistara
Útdráttur: 
  • Viðskiptavinir leita ekki lengur einungis eftir vöru og þjónustu í þeim tilgangi að uppfylla þörf sem hefur hagnýtt gildi, heldur leitast nú margir hverjir eftir upplifuninni í kringum vörumerkið. Velja þeir þá vörumerki sem veitir þeim einstaka og eftirminnilega upplifun.
    Meginviðfangsefni rannsóknarinnar er hugtakið vörumerkjaupplifun. Markmiðið var að kanna hvort jákvætt samband væri á milli vörumerkjaupplifunar og annars vegar ánægju neytenda og hins vegar vörumerkjatryggð. Enn fremur var rannsakað hvort allar fimm víddir vörumerkjaupplifunar, skynjun, tilfinning, hegðun, skilvit og tengsl, leiði til ánægju og tryggðar viðskiptavina. Var leitast við því að kanna ofangreint á almennari grundvelli en áður hefur verið gert, með því að rannsaka ekki ákveðinn markað eða einblína á tiltekið vörumerki.
    Framkvæmd var meigindleg rannsókn þar sem 398 þátttakendur svöruðu rafrænum spurningalista sem dreifður var á Facebook og með tölvupósti til nemenda Háskóla Íslands. Helstu niðurstöður rannsóknarinnar leiddu í ljós að tengsl væru á milli vörumerkjaupplifunar, ánægju og tryggðar. Jákvæð vörumerkjaupplifun leiði til aukinnar ánægju og tryggðar viðskiptavina. Það undirstrikar mikilvægi þess að skapa einstaka vörumerkjupplifun fyrir neytendur. Niðurstöður rannsóknarinnar sýndu aftur á móti fram á að víddir vörumerkjaupplifunar leiða ekki allar til aukinnar ánægju eða tryggðar og væru því mismikilvægar. Þrátt fyrir að upplifunin er talin eiga að vera samvaxin gefur rannsóknin til kynna að mikilvægt sé að leggja sérstaka áherslu á tilfinningavíddina, sem og þá skilvitstengdu vídd, þegar reynt er að skapa jákvæða vörumerkjaupplifun.

Samþykkt: 
  • 15.2.2016
URI: 
  • http://hdl.handle.net/1946/23778


Skrár
Skráarnafn Stærð AðgangurLýsingSkráartegund 
Vörumerkjaupplifun-Þóra Hrund Jónsdóttir.pdf813.49 kBOpinnHeildartextiPDFSkoða/Opna