is Íslenska en English

Lokaverkefni (Bakkalár)

Háskóli Íslands > Menntavísindasvið > B.A./B.Ed./B.S. verkefni - Menntavísindasvið >

Vinsamlegast notið þetta auðkenni þegar þið vitnið til verksins eða tengið í það: http://hdl.handle.net/1946/237

Titill: 
  • Námskeiðið "Næsta kynslóð" : rannsókn á líðan þátttakenda
Námsstig: 
  • Bakkalár
Útdráttur: 
  • Aukið sjálfstraust, jákvætt viðhorf, hæfni í samskiptum, árangursrík tjáning, leiðtogahæfni og markmiðasetning eru markmið námskeiðisins “Næsta kynslóð” á vegum Dale Carnegie. Námskeiðið er fyrir unglinga á aldrinum 14 – 17 ára og stendur yfir í 10 vikur. Til að kanna hvort unglingar, sem fara í gegnum námskeið, ná raunverulegum árangri með markmið námskeiðisins var gerð rannsókn á 32 þátttakendum sem voru þátttakendur í námskeiði sem hófst þann 2. október 2006. Rannsóknin var þannig uppbyggð að lagðir voru fyrir spurningalistar í upphafi námskeiðs, lok námskeiðs og að þremur mánuðum liðnum. Niðurstöður sýndu fram á að eftir námskeiðið höfðu þátttakendur meiri trú á eigin getu, voru jákvæðari og báru meiri virðingu fyrir sjálfum sér, áttu auðveldara með að tjá sig, höfðu sterkari sjálfsmynd og litu framtíðina bjartari augum. Námskeiðið skilaði tilætluðum árangri því þremur mánuðum eftir námskeið voru þátttakendur að tileinka sér það sem þeir lærðu á námskeiðinu sem gefur það til kynna að áhrifin séu langvarandi.
    Rannsóknin hefur fyrst og fremst hagnýtt gildi. Niðurstöðurnar verða kynntar fyrir forsvarsmönnum Dale Carnegie á Íslandi og á ráðstefnu Dale Carnegie í Mexíkó í desember árið 2007. Niðurstöðurnar verða einnig kynntar í fjölmiðlum, á kynningarfundum Dale Carnegie, fyrir skólastjórnendum, bæjarstjórnum minni sveitarfélaga og fyrir Reykjavíkurborg. Auk þess væri hægt að kynna niðurstöðurnar fyrir þá sem móta stefnu í uppeldis- og menntamálum.

Samþykkt: 
  • 20.6.2007
URI: 
  • http://hdl.handle.net/1946/237


Skrár
Skráarnafn Stærð AðgangurLýsingSkráartegund 
Heildarskjal.pdf552.1 kBOpinnHeildarskjalPDFSkoða/Opna