is Íslenska en English

Lokaverkefni (Meistara)

Háskólinn í Reykjavík > Samfélagssvið / School of Social Sciences > ML Lagadeild / Department of Law >

Vinsamlegast notið þetta auðkenni þegar þið vitnið til verksins eða tengið í það: http://hdl.handle.net/1946/23815

Titill: 
  • Þróun laga um sölu fasteigna, fyrirtækja og skipa : framkvæmd fyrirtækjasölu
Námsstig: 
  • Meistara
Leiðbeinandi: 
Útdráttur: 
  • Þróun laga um sölu fasteigna, fyrirtækja og skipa Framkvæmd fyrirtækjasölu
    Í þessari ritgerðar er farið yfir þróun laga um fasteignasölu frá því fyrstu lög um sölu fasteigna voru sett árið 1938 og verður sjónum sérstaklega beint að markmiðum og vilji löggjafans með setningu laganna.
    Fyrstu lög um sölu fasteigna voru sett með lögum nr. 47/1938. Hafa lögin tekið miklum breytingum í gegnum tíðina samferða breyttu umhverfi í viðskiptalífinu. Árið 1997 kom nýtt ákvæði inn í 1. gr. laga nr. 54/1997 um fasteigna-, fyrirtækja- og skipasölu um að löggiltir fasteignasalar hefðu einkarétt til sölu fyrirtækja.
    Í júlí 2015 voru sett ný heildarlög um sölu fasteigna og skipa nr. 70/2015. Nokkrar grundvallarbreyting áttu sér stað við gildistöku núgildandi laga og má þar helst nefna afnám einkaréttar fasteignasala til sölu fyrirtækja. Í kjölfarið er hverjum sem er heimilt að annast milligöngu um sölu fyrirtækja. Aðrar breytingar sem finna má í núgildandi lögum nr. 70/2015 fjalla meðal annars um verktöku í fasteignasölu og skyldur fasteignasala til að sinna störfum sínum sjálfir.
    Í seinni hluta ritgerðarinnar verður sjónum beint að fyrirtækjasölu á Íslandi og framkvæmd hennar. Þá verða skoðuð þau sjónarmið sem höfð voru að leiðarljósi þegar fasteignasalar fengu einkarétt til sölu fyrirtækja og einnig hvers vegna ákveðið var að afnema einakaréttinn í núgildandi lögum. Farið verður yfir framkvæmd fyrirtækjasölu til að betur sé hægt að átta sig á því hvort nauðsynlegt er að ákveðnar reglur gildi yfir sölu fyrirtækja.
    Í niðurstöðum kemur fram að markmið löggjafans varðandi sölu fasteigna, fyrirtækja og skipa hafi ávallt verið mjög skýrt. Leitast hefur verið við að auka neytendavernd og eftirlit með störfum fasteignasala en lögin hafa þó ekki verið nægilega skýr hingað til og þá hefur eftirlitsnefnd Félags fasteignasala brugðist skyldum sínum.
    Höfundur er þeirrar skoðunar að ekki sé rétt að fasteignasalar hafi einkarétt til sölu fyrirtækja en þó sé nauðsynlegt að reglur gildi yfir fyrirtækjasölu, þá sérstaklega hvað varðar sölu minni fyrirtækja til að vernda neytendur.

  • Útdráttur er á ensku

    Legislative process of the laws on the sale of real estate, businesses and ships. The sale of a business in praxis
    This dissertation covers the legislative process of the law on real estate sale from the initial legislation on the matter in 1938. The legislators intendment and objectives with the law-making will be reviewed specifically and it endevours to examine how the objectives have been met.
    The first legislation on the sale of real estate is nr. 47 from 1938. The laws have changed a lot historically accompanied by transitions in the economy. In 1997 a new clause was included in the first section of laws nr. 54 from 1997 on the sale of real estate, businesses and ships. The clause contained the privilege of certified real estate agents to sell businesses. In July 2015 new laws were approved by the parliament on the sale of real estate and businesses nr. 70/2015. A few fundamental changes from previous laws took place when the new laws came into effect, most notably the abolition of the privilege to sell businesses. As a result to mediate selling businesses is now open to anyone. Other changes from previous laws deal with contracting of agents by firms and the obligations of realtors to take care of their jobs themselves instead of outsourcing them to sales representatives without a certification to sell real estate.
    In the latter part of the dissertation the focus will centre upon selling a business in Iceland and how it is handled in praxis. Certain viewpoints will be shed to light that were kept in mind when realtors were initally handed and now recently deprived the privilege to selling businesses. The process of selling a business will be covered to better realize how necessary it is to have a valid regulatory environment when selling a business.
    The conclusion comprehends that the legislator’s objectives regarding the sale of real estate, businesses and ships have always been very clear. The legislator has endeavored to increase protection of consumers and supervision on realtors. The laws however, have so far not been clear enough and the Realtors association's supervisory committee has failed its obligations. It is the author's opinion that granting a privilege of selling businesses to realtors is not preferable. It is however necessary to have a valid regulatory environment on the sale of businesses, specifically when selling small companies, to protect consumers.

Samþykkt: 
  • 23.2.2016
URI: 
  • http://hdl.handle.net/1946/23815


Skrár
Skráarnafn Stærð AðgangurLýsingSkráartegund 
Meistararitgerð í lögfræði Þóra Sif Friðriksdóttir.pdf1.02 MBLokaður til...31.12.2030HeildartextiPDF