is Íslenska en English

Grein

Háskóli Íslands > Ráðstefnurit > Vorráðstefna Viðskiptafræðistofnunar >

Vinsamlegast notið þetta auðkenni þegar þið vitnið til verksins eða tengið í það: http://hdl.handle.net/1946/23824

Titill: 
  • Rannsókn á samfélagsábyrgð íslenskra viðskiptabanka
Útgáfa: 
  • Apríl 2015
Útdráttur: 
  • Á Íslandi má merkja aukinn þrýsting á fyrirtæki um að þau axli ábyrgð á áhrifum sínum á samfélag og umhverfi en sá þrýstingur hefur aukist eftir bankahrunið árið 2008. Við þessum þrýstingi hefur að einhverju leyti verið brugðist við, til að mynda af þeim fyrirtækjum sem gerst hafa aðilar að Festu, miðstöð um samfélagsábyrgð. Bankahrunið ýtti einnig undir kröfu um að fyrirtæki ástundi góða stjórnarhætti, en gefnar hafa verið út leiðbeiningar um stjórnarhætti fyrirtækja af Viðskiptaráði Íslands, Samtökum atvinnulífsins og NASDAQ OMX Iceland. Í greininni er leitað svara við spurningum um það hver stefna viðskiptabankanna varðandi samfélagsábyrgð sé, af hvaða hvötum þeir hafi sett stefnur á þessu sviði og hverjar séu áherslur bankanna við innleiðingu á stefnu um samfélagsábyrgð. Niðurstöður rannsóknarinnar byggja á gögnum sem aðgengileg eru á heimsíðum bankanna, sem og viðtölum við sérfræðinga innan þeirra sem hafa með samfélagsábyrgð að gera. Niðurstöður leiða í ljós að þrír af fjórum bankanna leggja all nokkra áherslu á samfélagsábyrð og hafa áherslur þróast frá áherslum á styrkveitingar sem var meginstefið á árunum fyrir bankahrun yfir í það að tengjast í auknum mæli kjarnastarfsemi bankanna. Finna má áherslur á viðmið, skýrslur og kerfi, umhverfislega frammistöðu og félagslega hegðun, en minna er um raunveruleg dæmi hvað varðar það að samfélagsábyrgð endurspeglist í fjármálaafurðum bankanna, áhættumati eða lánakjörum til viðskiptavina.

Birtist í: 
  • Vorráðstefna Viðskiptafræðistofnunar Háskóla Íslands 21. apríl 2015
ISSN: 
  • 1670-8288
ISBN: 
  • 978-9979-9933-5-3
Samþykkt: 
  • 29.2.2016
URI: 
  • http://hdl.handle.net/1946/23824


Skrár
Skráarnafn Stærð AðgangurLýsingSkráartegund 
6.samfelagsabyrgd_vidskiptabanka_0.pdf827.92 kBOpinnHeildartextiPDFSkoða/Opna