is Íslenska en English

Grein

Háskóli Íslands > Ráðstefnurit > Vorráðstefna Viðskiptafræðistofnunar >

Vinsamlegast notið þetta auðkenni þegar þið vitnið til verksins eða tengið í það: http://hdl.handle.net/1946/23832

Titill: 
  • Leitin að Homo Oeconomicus í Viðskiptafræðideild Háskóla Íslands
Útgáfa: 
  • Mars 2014
Útdráttur: 
  • Rannsóknin gekk út á að kanna hvort meðal tilvonandi viðskiptafræðinga og kennara þeirra í viðskiptafræðideild Háskóla Íslands væri að finna einstaklinga sem haga sér í samræmi við forsendu nýklassískrar hagfræði og fjármála um hinn hagræna mann. Rannsóknin byggði á spurningakönnun þar sem spurningarnar eru allar vel þekktar úr heimi sálfræði og atferlisfjármála. Þegar slíkar spurningar hafa verið lagðar fyrir í fyrri könnunum, einkum erlendis, hafa niðurstöðurnar almennt sýnt fram á skynjun og viðhorf til áhættu sem er ekki í góðu samræmi við kenningar um hinn hagræna mann og sérstaklega viðleitni hans til að hámarka vænt notagildi. Niðurstöðurnar hér voru í samræmi við fyrri rannsóknir, hinn hagræna mann virðist ekki vera að finna innan viðskiptafræðideildar Háskóla Íslands, eða a.m.k. er hann þar ekki mjög áberandi.

Birtist í: 
  • Vorráðstefna Viðskiptafræðistofnunar Háskóla Íslands 14. mars 2014
ISSN: 
  • 1670-8288
ISBN: 
  • 978-9979-9933-4-6
Samþykkt: 
  • 29.2.2016
URI: 
  • http://hdl.handle.net/1946/23832


Skrár
Skráarnafn Stærð AðgangurLýsingSkráartegund 
12.LeitinafHomo.pdf319.51 kBOpinnHeildartextiPDFSkoða/Opna