is Íslenska en English

Grein

Háskóli Íslands > Ráðstefnurit > Vorráðstefna Viðskiptafræðistofnunar >

Vinsamlegast notið þetta auðkenni þegar þið vitnið til verksins eða tengið í það: http://hdl.handle.net/1946/23838

Titill: 
  • Forstig nýsköpunar: Helstu líkön og þróun þekkingar um viðfangsefnið
Útgáfa: 
  • Mars 2014
Útdráttur: 
  • Vaxandi skilningur er á því að í síbreytilegra umhverfi og með auknu aðgengi að upplýsingum gegnir nýsköpun stöðugt mikilvægara hlutverki í stjórnun fyrirtækja. Algengt er að nýsköpunarferlinu sé skipt í tvö eða þrjú stig, forstig, þegar nýrra tækifæra er leitað, eða nýjar hugmyndir verða til, framkvæmdastig, þar sem nýjum hugmyndum er umbreytt í afurðir og markaðssetning og sala. Forstig nýsköpunar er talin forsenda þess að góður árangur náist á síðari stigum, í þróun á nýjum vörum og þjónustu og markaðssetningu, því að öðrum kosti er hætt við að fyrirtækið sói tíma og auðlindum í vöruþróunarverkefni sem ekki skila árangri og að samkeppnisaðilar fái jafnframt tækifæri til að ná forystu á markaðnum. Markmið þessarar rannsóknar er að varpa ljósi á þær aðgerðir sem eiga sér stað á forstiginu og leita svara við því hvaða þætti stjórnendur þurfa að takast á við á því stigi og hvað það er sem eykur líkur á árangri. Í þessu skyni eru til umfjöllunar þrjú líkön sem lýsa aðgerðum, óskýrleika, sem einkennir forstigið og áskorunum sem stjórnendur mæta. Meðal þeirra atriða sem hafa mikil áhrif er stefnumarkandi greining tækifæra, góð stjórnun við öflun og úrvinnslu hugmynda og einnig yfirfærslu þeirra á næsta stig í vöruþróunarferlinu, rannsókn og þróun. Ennfremur hefur stjórnun sem leiðir til frjórrar hugsunar og nýsköpunar mikil áhrif, svo og menning sem byggir upp skapandi umhverfi og laðar hæfaleikaríkt starfsfólk að fyrirtækinu.

Birtist í: 
  • Vorráðstefna Viðskiptafræðistofnunar Háskóla Íslands 14. mars 2014
ISSN: 
  • 1670-8288
ISBN: 
  • 978-9979-9933-4-6
Samþykkt: 
  • 1.3.2016
URI: 
  • http://hdl.handle.net/1946/23838


Skrár
Skráarnafn Stærð AðgangurLýsingSkráartegund 
14.Nyskopun.pdf352.95 kBOpinnHeildartextiPDFSkoða/Opna