is Íslenska en English

Lokaverkefni (Bakkalár)

Háskólinn í Reykjavík > Samfélagssvið / School of Social Sciences > BSc Viðskiptadeild (og BSc sálfræði -2019) / Department of Business Administration >

Vinsamlegast notið þetta auðkenni þegar þið vitnið til verksins eða tengið í það: http://hdl.handle.net/1946/23854

Titill: 
  • Verslunin Besta: Stefnumótun og samkeppnisforskot
Námsstig: 
  • Bakkalár
Útdráttur: 
  • Besta á Grensásvegi er verslun sem selur ýmis efni og tæki til hreingerninga ásamt salernis- og eldhúspappír. Í lok árs 2011 urðu eigendaskipti á versluninni og töluverðar breytingar áttu sér stað í kjölfar þess. Tilgangur þessarar ritgerðar er að móta nýja stefnu fyrir Besta með það að markmiði að bæta reksturinn, auka tekjur af vörusölu og skapa versluninni samkeppnisforskot.
    Byrjað var á því að safna gögnum fyrir þær greiningar sem gera átti á versluninni. Ýmis verkfæri voru notuð við greiningu á innra og ytra umhverfi hennar svo sem SVÓT, Blue Ocean og fimm öfl Porters. Einnig var gerð rekstrargreining á versluninni og samkeppnisaðilar voru greindir. Þegar greiningarvinnunni var lokið voru búin til ný gildi, hlutverk og markmið fyrir Besta. Gildin sem búin voru til eru Gæði, Fagmennska og Hagkvæmni. Að því loknu voru lagðar til stefnuáherslur ásamt tímaáætlun um innleiðingu þeirra.
    Að loknum greiningum á öllum helstu þáttum í innra og ytra umhverfi verslunarinnar þótti ljóst að kjarnafærni hennar væri fólgin í þjónustu og þekkingunni sem starfsmenn búa yfir og er ráðlagt að verslunin nýti sér þá kjarnafærni ásamt þeim breytingum sem lagðar eru til í stefnuáherslum til þess að ná forskoti á samkeppnisaðila sína.

Samþykkt: 
  • 1.3.2016
URI: 
  • http://hdl.handle.net/1946/23854


Skrár
Skráarnafn Stærð AðgangurLýsingSkráartegund 
Gunnar Örn Arnarson - Stefnumótun Besta.pdf1.23 MBLokaður til...13.12.2090HeildartextiPDF