is Íslenska en English

Lokaverkefni (Meistara)

Háskóli Íslands > Menntavísindasvið > Meistaraprófsritgerðir - Menntavísindasvið >

Vinsamlegast notið þetta auðkenni þegar þið vitnið til verksins eða tengið í það: http://hdl.handle.net/1946/23859

Titill: 
  • Með leiðsagnarmat að leiðarljósi : stærðfræðikennsla í 6. bekk
Námsstig: 
  • Meistara
Útdráttur: 
  • Námsmat er reglubundinn þáttur í skólastarfi og mikilvægt að kennarar hafi góða þekkingu á því hvað felst í hugtakinu. Námsmat er gjarnan skilgreint eftir því hvort um er að ræða mat á námi eða mat í þágu náms og er þá vísað til ólíks tilgangs matsins. Mat á námi snýst um að meta hvort nemendur hafi náð settum markmiðum á ákveðnum tíma í námi sínu en mat í þágu náms merkir að leiðbeina nemendum um námið og hvernig þeir geti náð markmiðum þess. Mat á námi er gjarnan nefnt lokamat en mat í þágu náms leiðsagnarmat.
    Síðustu ár hefur leiðsagnarmat fengið sífellt meiri athygli enda rík áhersla á slíkt mat í Aðalnámskrá grunnskóla frá 2013. Í rannsókninni, sem er starfendarannsókn, skoða ég innleiðingu leiðsagnarmats í stærðfræðikennslu mína í 6. bekk í grunnskóla á höfuðborgarsvæðinu. Markmið rannsóknarinnar var að bæta kennslu og nám nemenda með leiðsagnarmati og skoða bæði þær breytingar sem verða á kennsluháttum og það gildi sem slíkt mat hefði fyrir nemendur. Rannsóknin lýsir þeirri þróunarvinnu sem á sér stað, þeim breytingum sem verða á kennsluháttum mínum og gildi leiðsagnarmats fyrir nemendur. Þátttakendur ásamt mér voru samstarfskennari minn og 49 nemendur en við störfuðum öll saman í opnu rými veturinn sem rannsóknin fór fram, þ.e. skólaárið 2014–2015.
    Niðurstöður rannsóknarinnar byggja á rannsóknardagbók sem ég hélt á rannsóknartímanum, samtölum við samkennara og einu formlegu viðtali, spurningum sem ég lagði fyrir nemendur og viðtölum við sjö nemendur. Helstu niðurstöður voru að breytingar á kennsluháttum eru óhjákvæmilegar vilji maður innleiða leiðsagnarmat í kennslu, enda snýst allt skipulag kennslunnar um leiðsagnarmatið og ákvarðanir kennarans byggja á niðurstöðum þess. Ég og samstarfskennari minn höfðum góða reynslu af þessari vinnu og nemendur okkar sáu sér almennt hag í leiðsagnarmatinu.

Samþykkt: 
  • 1.3.2016
URI: 
  • http://hdl.handle.net/1946/23859


Skrár
Skráarnafn Stærð AðgangurLýsingSkráartegund 
Lokaritgerd-HildurKarlsdottir_26. jan_2016.pdf1.22 MBOpinnHeildartextiPDFSkoða/Opna