is Íslenska en English

Lokaverkefni (Bakkalár)

Háskóli Íslands > Félagsvísindasvið > B.A./B.Ed./B.S. verkefni - Félagsvísindasvið >

Vinsamlegast notið þetta auðkenni þegar þið vitnið til verksins eða tengið í það: http://hdl.handle.net/1946/2385

Titill: 
  • Áfengisneysla íþróttamanna: Eigindleg rannsókn
Námsstig: 
  • Bakkalár
Útdráttur: 
  • Í þessari ritgerð verður fjallað um áfengisneyslu íþróttamanna. Skoðaðar verða tvær kenningar, orðið áfengi skilgreint og fjallað um leið áfengis um líkamann. Þar á eftir verður fjallað um skaðsemi áfengis. Athugaðar verða tvær erlendar rannsóknir sem og rannsókn sem gerð var hérlendis. Síðan verður fjallað um áfengi og félagslíf. Niðurstöður eigindlegrar rannsóknar sem höfundur gerði um áfengisneyslu íþróttamanna verða kynntar. Rannsóknin var unnin haustið 2008 og vorið 2009. Tekin voru viðtöl við sex einstaklinga sem stunda hópíþrótt undir handleiðslu þjálfara. Þátttakendurnir voru valdir markvisst og viðtölin voru hljóðrituð og síðan greind. Niðurstöðurnar leiddu meðal annars í ljós að áfengisneysla íþróttamanna er frábrugðin þeirra sem ekki stunda íþróttir. Hópþrýstingur meðal íþróttamanna um að byrja að neyta áfengis virðist vera algengur. Íþróttamenn neyta mun oftar áfengis þegar þeir eru ekki á sínu keppnistímabili og talið er að íþróttamenn drekki oft illa þegar þeir fá leyfi frá þjálfara til að neyta áfengis. Þjálfarinn getur haft áhrif á áfengisneyslu íþróttamanna, til dæmis með því að setja reglur hvað varðar áfengisneyslu og töldu þátttakendurnir að þessar reglur væru mikilvægar.

Samþykkt: 
  • 2.5.2009
URI: 
  • http://hdl.handle.net/1946/2385


Skrár
Skráarnafn Stærð AðgangurLýsingSkráartegund 
ba_jovanna_fixed.pdf332.1 kBOpinnHeildartextiPDFSkoða/Opna
Yfirlýsing_JS.pdf1.54 MBLokaðurYfirlýsingPDF