is Íslenska en English

Lokaverkefni (Meistara)

Háskóli Íslands > Menntavísindasvið > Meistaraprófsritgerðir - Menntavísindasvið >

Vinsamlegast notið þetta auðkenni þegar þið vitnið til verksins eða tengið í það: http://hdl.handle.net/1946/23860

Titill: 
  • Náttúrufræðikennsla á yngsta stigi grunnskóla : áherslur og aðferðir
Námsstig: 
  • Meistara
Útdráttur: 
  • Meistaraverkefni þetta er rannsókn á kennsluháttum í náttúrufræðikennslu á yngsta stigi grunnskóla í einu sveitarfélagi. Markmiðið var að komast að því hvernig kennarar haga sinni kennslu og hvaða viðfangsefni séu í brennidepli. Alþjóðlegar rannsóknir eins og PISA og TIMSS hafa sýnt að getu íslenskra nemenda í náttúrufræði mætti bæta og því full ástæða til að skoða samræmi milli þess sem gerist í skólum og áherslum aðalnámskrár. Beitt var blönduðu rannsóknarsniði með spurningalista sem sendur var í sex skóla og 27 kennarar svöruðu, og viðtölum við sex kennara. Við gagnasöfnun var athyglinni aðallega beint að kennsluaðferðum, námsgögnum, umhverfi og aðbúnaði. Auk þess var sjónum sérlega beint að því hvaða hlutverki grunnþátturinn sjálfbærni spilar í kennsluháttum á yngsta stigi.
    Niðurstöður þessarar rannsóknar eru á margan hátt ámóta fyrri rannsóknum á kennsluháttum í náttúrufræðikennnslu á yngsta stigi. Kennsluaðferðir eru kennarastýrðar, útgefnar kennslubækur eru mikið notaðar en einnig er náttúrufræðikennsla að miklu leyti samþætt við önnur fög og þá helst samfélagsfræði. Mjög misjafnt er eftir kennurum hvernig kennslu er hagað og lítið er um nemendamiðaðar kennsluaðferðir sem efla sjálfstæði, vísindaleg vinnubrögð og gagnrýna hugsun, sem eru nokkur af þeim atriðum sem eru talin ákjósanleg fyrir náttúrufræðikennslu samkvæmt Aðalnámskrá grunnskóla. Þau viðfangsefni sem mest rými fá tilheyra umhverfisfræði, landafræði og líffræði, en lítið er um efna-, eðlis- og jarðfræði. Í flestum tilfellum eru námsbækurnar í bókaflokknum Komdu og skoðaðu notaðar, þó er notkun á ýmsu námsefni af vef áberandi. Ekki virðist vera sérstök áhersla á grunnþáttinn sjálfbærni sem slíkan, en flestum kennurum þykir mikilvægt að nemendur læri að virða umhverfið og bera ábyrgð á því.

Samþykkt: 
  • 1.3.2016
URI: 
  • http://hdl.handle.net/1946/23860


Skrár
Skráarnafn Stærð AðgangurLýsingSkráartegund 
2016_Arna_Bjorg_Arnadottir_M.Ed .pdf1.43 MBOpinnHeildartextiPDFSkoða/Opna