is Íslenska en English

Lokaverkefni (Meistara)

Háskóli Íslands > Menntavísindasvið > Meistaraprófsritgerðir - Menntavísindasvið >

Vinsamlegast notið þetta auðkenni þegar þið vitnið til verksins eða tengið í það: http://hdl.handle.net/1946/23861

Titill: 
  • Tómstundamenntun í grunnskólum : námsefni sem styður við lífsgæði barna og ungmenna
Námsstig: 
  • Meistara
Útdráttur: 
  • Tilgangur þessarar ritgerðar er að varpa ljósi á inntak og gildi tómstundamenntunar. Markmiðið er að skoða tómstundamenntun í samhengi við hlutverk grunnskóla og svara eftirfarandi rannsóknarspurningum: Hvernig fellur tómstundamenntun að hlutverki grunnskóla? Hvernig getur skipulögð tómstundamenntun stutt við lífsgæði barna og ungmenna í grunnskóla? Hvernig má nýta tómstundamenntunarnámskeiðið TimeWise í skóla- og tómstundastarfi?
    Frítími barna og ungmenna getur bæði haft jákvæð og neikvæð áhrif á lífsgæði þeirra. Á unglingsárum fara þau að hafa mikinn óskipulagðan frítíma án eftirlits fullorðinna. Tómstundamenntun felst í því að kenna börnum og ungmennum að nýta frítíma sinn á jákvæðan og uppbyggilegan hátt með því að skoða bæði ytri og innri möguleika til þátttöku og virkni í tómstundum.
    Niðurstöður benda til að tómstundamenntun falli vel að hlutverki grunnskóla þar sem hugmyndafræði tómstundamenntunar felur í sér áherslu á heildrænan- og persónulegan þroska. Grunnskólinn gegnir lykilhlutverki í lífi barna og ungmenna og getur markvisst stutt við lífsgæði þeirra, ekki síst félagsleg tengsl og hvatt til uppbyggilegra tómstunda. Jafnframt getur skipulögð tómstundamenntun eflt trú á eigin getu sem er góð forvörn gegn andlegri vanlíðan, félagslegri einangrun, áhugaleysi og tilgangsleysi. Tómstundamenntun kennir tómstundalæsi sem er mikilvæg hæfni til grundvallar heilbrigðri sýn og notkun á frítímanum. Tómstundamenntunarnámskeiðið TimeWise getur kennt ungmennum, sérstaklega, að horfa gagnrýnum augum á frítímann og félagsumgjörð sína.
    Ritgerðin sýnir fram á að hægt er styðja við lífsgæði grunnskólanemenda með skipulagðri tómstundamenntun. Innleiðing á TimeWise getur stutt börn og ungmenni sérstaklega við að finna sér gefandi tómstundir, axla ábyrgð, setja sér langtímamarkmið og skynja tilgang í lífinu. Afrakstur ritgerðar er kynningarbæklingur um TimeWise. Von mín er að bæklingurinn megi nýtast fagfólki sem starfar á vettvangi skóla- og tómstundastarfs sem innblástur og innsýn í hugmyndafræði TimeWise.
    Lykilorð: Tómstundamenntun, grunnskólakennarafræði, forvarnir, Timewise, tómstundir, lífsgæði, áhættuhegðun.

Samþykkt: 
  • 1.3.2016
URI: 
  • http://hdl.handle.net/1946/23861


Skrár
Skráarnafn Stærð AðgangurLýsingSkráartegund 
JOHANNA-SKEMMAN.pdf2.62 MBOpinnHeildartextiPDFSkoða/Opna