is Íslenska en English

Lokaverkefni (Bakkalár)

Háskólinn í Reykjavík > Samfélagssvið / School of Social Sciences > BSc Viðskiptadeild (og BSc sálfræði -2019) / Department of Business Administration >

Vinsamlegast notið þetta auðkenni þegar þið vitnið til verksins eða tengið í það: http://hdl.handle.net/1946/23868

Titill: 
  • Lyfsölumarkaðurinn á Íslandi : áhrif aukins frjálsræðis
Námsstig: 
  • Bakkalár
Útdráttur: 
  • Lyfsölumarkaðurinn á Íslandi tók miklum breytingum árið 1996 þegar ákvæði um eignarhald lyfjabúða voru rýmkuð verulega. Markmið lagabreytinganna var að auka samkeppni og lækka lyfjaverð. Áður var markaðurinn bundinn ströngum lögum þar sem staðsetningar og fjöldi lyfjabúða var alfarið í höndum stjórnvalda og lyfsöluleyfum var úthlutað til valinna lyfsala. Með nýjum lögum opnaðist markaðurinn og nú getur hver sá lyfjafræðingur sem það kýs, óskað eftir leyfi til lyfsölu.
    Í fyrstu fjölgaði lyfjabúðum talsvert en þó sýnu mest á höfuðborgarsvæðinu og nýjar lyfjabúðir voru ýmist í einkaeigu lyfsala eða í eigu eignarhaldsfélaga. Fljótlega fór markaðurinn að fá einkenni fákeppni þegar tvö eignarhaldsfélög, Lyf og heilsa hf. og Lyfja hf. keyptu rekstur fjölmargra lyfjabúða ásamt því að stofna sínar eigin. Þegar mest var náðu keðjurnar sameiginlegri hlutdeild sem nam 80% markaðarins. Vísbendingar eru um að lyfjakeðjurnar tvær hafi skipt markaðinum landfræðilega á milli sín og hafi með skipulögðum hætti hindrað samkeppni. Samkeppniseftirlitið greip inní og sektaði Lyf og heilsu fyrir ólögmætar aðgerðir í krafti markaðsráðandi stöðu fyrirtækisins.
    Svipaðar breytingar urðu á lyfsölumarkaðinum í Noregi og Svíþjóð en Noregur rýmkaði lyfjalögin árið 2001 og Svíþjóð fylgdi á eftir árið 2009. Margt er sameiginlegt með mörkuðunum þremur og áhrif breytinga á lyfjalöggjöfina eru keimlík þeim áhrifum sem urðu á Íslandi. Noregur og Svíþjóð fóru þó skrefi lengra í auknu frjálsræði þar sem ákvæði um sölu lausasölulyfja rýmkuðu verulega.
    Lyfsölumarkaðurinn á Íslandi getur lært af nágrannalöndunum og gert breytingar sem eru til þess fallnar að auka samkeppni á markaði og stuðla að lægra lyfjaverði.

Samþykkt: 
  • 2.3.2016
URI: 
  • http://hdl.handle.net/1946/23868


Skrár
Skráarnafn Stærð AðgangurLýsingSkráartegund 
BSc Sandra Huld Jonsdottir.pdf731.54 kBOpinnHeildartextiPDFSkoða/Opna