ÍslenskaenEnglish

Aðilar að Skemmunni

Leit eftir:


LokaverkefniHáskóli Íslands>Menntavísindasvið >B.A./B.Ed./B.S. verkefni>

Vinsamlegast notið þetta auðkenni þegar þið vitnið til verksins eða tengið í það: http://hdl.handle.net/1946/239

Titill

SímaTími : hvernig má nýta farsíma sem kennslugagn í skólastofunni

Útdráttur

Lokaverkefni höfundar eru kennsluhugmyndir er nefnast SímaTími. Hugmyndirnar byggja á notkun farsíma í skólastarfi og eru þær ætlaðar eldri bekkjum grunnskólans. Þær eru settar fram sem kennsluleiðbeiningar handa kennurum. Hvert verkefni er skýrt á einni blaðsíðu og nokkrum verkefnum fylgja eyðublöð til að fjölfalda. Það er svo kennaranna að móta hugmyndirnar enn frekar eða þróa. Kennsluhugmyndirnar miðast við 8.-10. bekk. Ástæðan fyrir því er, að höfundur taldi símaeign vera algengari hjá þessum aldurshópi heldur en þeim yngri. Til að kanna hversu raunhæft væri að nota farsíma í kennslu varð höfundur að kanna símaeign meðal unglinga og fór hann í þrjá skóla og gerði könnun. Niðurstöður sýndu að raunhæft væri að álykta að farsími væri almenn eign unglinga.
Í stefnu Fræðsluráðs Reykjavíkur og menntamálaráðuneytis kemur fram að íslenskir grunnskólar eigi að eflast í tækni- og tölvumálum og flétta upplýsingatækni inn í sem flestar námsgreinar (Flosi A. H. Kristjánsson o.fl., 2000). Í SímaTíma er mikil áhersla lögð á samþættingu námsgreinanna og eru hugmyndirnar hugsaðar sem fyrstu skrefin fyrir kennara og aðra sem áhuga hafa á upplýsingamálum og nýtingu farsíma í skólastarfi. Við gerð kennsluhugmyndanna var haft í huga námsefni handa þessum aldurshópi, áhuga þeirra og markmið.
Markmið höfundar með SímaTíma er að kynna fyrir kennurum og öðrum áhugasömum notkunarmöguleika farsímans og vekja áhuga þeirra á að nýta far-símann í skólastarfi.

Samþykkt
20.6.2007


Skrár
NafnRaðanlegtStærðRaðanlegtAðgangurRaðanlegtLýsingRaðanlegtSkráartegund
Greinargerð.pdf242KBOpinn Greinargerð PDF Skoða/Opna
Kennsluhugmyndir.pdf690KBLokaður Kennsluhugmyndir PDF