is Íslenska en English

Lokaverkefni (Meistara)

Háskóli Íslands > Heilbrigðisvísindasvið > Meistaraprófsritgerðir - Heilbrigðisvísindasvið >

Vinsamlegast notið þetta auðkenni þegar þið vitnið til verksins eða tengið í það: http://hdl.handle.net/1946/23917

Titill: 
  • Hjarta- og hálsæðaómun hjá 18-20 ára íslenskum ungmennum. Mælingar á stærð og starfsemi vinstri slegils ásamt veggþykkt hálsslagæða og tengsl við holdafar og blóðþrýsting
Námsstig: 
  • Meistara
Útdráttur: 
  • Inngangur:
    Breyttir lífshættir á síðustu áratugum hafa leitt til meiri kyrrsetu og hafa afleiðingarnar verið þær að sjúkdómar sem tengjast offitu hafa færst í aukana. Meiri líkur eru á hjarta- og æðasjúkdómum ef áhættuþættir tengdir offitu eru til staðar í barndómi. Með greiningu áhættuþátta og spágilda á unga aldri eru meiri líkur á að hægt sé koma í veg fyrir alvarlegar afleiðingar hjarta- og æðasjúkdóma síðar á ævinni. Hjartaómun er góð leið til að skoða stærð og starfsemi hjartans og hálsæðaómun til að sjá hvort æðakalkanir séu byrjaðar.
    Markmið:
    Markmið rannsóknarinnar var að leitast við að svara eftirfarandi rannsóknarspurningu: Hefur stærð og/eða starfsemi vinstri slegils eða veggþykkt hálsslagæða hjá 18-20 ára heilbrigðum einstaklingum tengsl við holdafar, þ.e. líkamsþyngdarstuðul, heildarhúðfituhlutfall og mittismál, eða blóðþrýsting?
    Framkvæmd:
    Alls voru 70 þátttakendur í rannsókninni og jafnt kynjahlutfall. Framkvæmd var hæðar- og þyngdarmæling, húðfitumæling, mittismálsmæling, blóðþrýstingsmæling ásamt hjarta- og hálsæðaómun. Hjartaómunin fól í sér mælingar á stærð og starfsemi vinstri slegils og hálsæðaómunin mælingar á veggþykkt hálsslagæða.
    Niðurstöður:
    Massi vinstri slegils hafði sterka og miðlungssterka fylgni við þyngd og BMI hjá báðum kynjum. Massi vinstri slegils var jafnframt hærri hjá þeim sem voru yfir kjörþyngd eða með aukið mittismál. Hlébilsstarfsemi karlanna hafði línulega hneigð við mittismál og hlébilsblóðþrýsting. Slagbilsstarfsemi, þ.e.a.s. reiknað útstreymisbrot, hafði jákvæða fylgni við hlébilsblóðþrýsting hjá konunum en enga fylgni hjá körlunum. Hálsslagæðaveggþykkt hafði enga fylgni við holdafarsbreyturnar en jákvæð fylgni mældist við slagbilsþrýsting hjá körlunum.
    Ályktun:
    Rannsóknin sýndi fram á að massi vinstri slegils hafði tengsl við holdafar, sérstaklega hjá ungum konum. Vægar breytingar á starfsemi vinstri slegils fundust einnig í tengslum við hlébilsblóðþrýsting. Veggþykkt hálsslagæða hafði jafnframt tengsl við slagbilsblóðþrýsting hjá körlum. Bæði hjarta- og hálsslagæðaómun eru tiltölulega einfaldar í framkvæmd og gefa því möguleika á nánara áhættumati hjá ungum einstaklingum hvað varðar hjartastarfsemi og mat á snemmkomnum æðakölkunarbreytingum.

Samþykkt: 
  • 6.4.2016
URI: 
  • http://hdl.handle.net/1946/23917


Skrár
Skráarnafn Stærð AðgangurLýsingSkráartegund 
MS lokaútg.(5.apríl).pdf8.77 MBOpinnHeildartextiPDFSkoða/Opna
BylgjaBrynjarsd.pdf421.12 kBLokaðurYfirlýsingPDF