is Íslenska en English

Lokaverkefni (Bakkalár)

Háskóli Íslands > Félagsvísindasvið > B.A./B.Ed./B.S. verkefni - Félagsvísindasvið >

Vinsamlegast notið þetta auðkenni þegar þið vitnið til verksins eða tengið í það: http://hdl.handle.net/1946/2391

Titill: 
  • Norræn samvinna: Breyttar forsendur á samstarfi Norðurlanda í hnattrænum heimi
Námsstig: 
  • Bakkalár
Útdráttur: 
  • Meginviðfangsefni þessarar ritgerðar er samstarf Norðurlandanna og hvaða gildi þjóðirnar leggja í það. Leitast verður eftir að varpa ljósi á hvaða grunni samstarfið byggir og fjallað verður um þróun þess. Sameiginlega starfrækja þjóðirnar Norðurlandaráð sem er aðalsamstarfsvettvangur þeirra. Þar sem Norðurlöndin tilheyra öll Evrópu eru þau sjálfkrafa samofin þeim miklu breytingum sem hafa þar átt sér stað frá lokum seinna stríðs. Á þessum tíma hefur alþjóðasamfélagið tekið stórbreytingum og pólitískt landakort álfunnar er gjörbreytt. Úr ösku eyðileggingarinnar hefur yfirþjóðleg stofnun, Evrópusambandið, skotið föstum rótum og er nú svo komið að flest ríki Evrópu eru meðlimir þess. Norðurlöndin hafa valið ólíkar leiðir þegar kemur að Evrópumálum, þrjú þeirra eru aðilar en tvö standa utan þess. Þessi klofningur hefur gert Norðurlöndunum erfiðara fyrir en samstarfið hefur þó í gegnum tíðina sýnt fram á að vera mjög sveigjanlegt. Því er engin ástæða til að óttast framtíð þess. Í ljósi þeirra pólítísku og efnahagslegu hamfara sem hér hafa átt sér stað er viðbúið að umræðan um Evrópumál verði áberandi á komandi misserum og árum. Þótt Norðurlöndin myndu vissulega fagna þeim möguleika að geta starfað saman innan Evrópusambandsins er þó fátt sem bendir til þess að þau kæmu til með að mynda norræna ríkjablokk.

Samþykkt: 
  • 2.5.2009
URI: 
  • http://hdl.handle.net/1946/2391


Skrár
Skráarnafn Stærð AðgangurLýsingSkráartegund 
__fixed.pdf552.42 kBLokaðurMeginmálPDF
Forsida_fixed.pdf39.47 kBOpinnForsíðaPDFSkoða/Opna