ÍslenskaenEnglish

Aðilar að Skemmunni

Leit eftir:


LokaverkefniHáskóli Íslands>Félagsvísindasvið>B.A./B.Ed./B.S. verkefni>

Vinsamlegast notið þetta auðkenni þegar þið vitnið til verksins eða tengið í það: http://hdl.handle.net/1946/2393

Titill

Er öll vinna barna slæm? Baráttan um barnavinnu og vestræn áhrif á gerð alþjóðasáttmála

Útdráttur

Ritgerðin fjallar um barnavinnu og barnaþrælkun í víðum skilningi. Hugtökin barn og vinna eru gjarnan skilgreind út frá vestrænu sjónarhorni. Alþjóðastofnanir og samtök byggja oftast baráttu sína fyrir afnámi barnavinnu á vestrænni sýn. Í vestrænum samfélögum á barn oftast við um einstaklinga átján ára og yngri sem lifa vernduðu lífi undir handleiðslu fullorðinna. Þar er vinna talin athöfn sem skilar tekjum í þjóðarbúið en ekki eru talin verkefni sem unnin eru heima fyrir, í skólum eða í hinu óformlega hagkerfi. Þessi ímynd af börnum og vinnu þekkist hins vegar ekki alls staðar í heiminum. Víða eru börn neydd til vinnu með beinum eða óbeinum hætti eða þau sækja í hana sjálfviljug sökum áhuga eða menningarlegra aðstæðna. Þrátt fyrir það hafa vestrænar alþjóðastofnanir það sem langtímamarkmið að afnema alla vinnu barna en taka ekki tillit til þess að aðstæður eru ekki eins alls staðar. Í auknum mæli hafa börn sótt rétt sinn til að vinna og sýnt öðrum að þau hafi metnað og getu til að taka sjálfstæðar ákvarðanir um eigið líf.

Samþykkt
2.5.2009


Skrár
NafnRaðanlegtStærðRaðanlegtAðgangurRaðanlegtLýsingRaðanlegtSkráartegund
Er_oll_vinna_barna... .pdf379KBOpinn Heildartexti PDF Skoða/Opna