is Íslenska en English

Lokaverkefni (Meistara)

Háskóli Íslands > Félagsvísindasvið > Meistaraprófsritgerðir - Félagsvísindasvið >

Vinsamlegast notið þetta auðkenni þegar þið vitnið til verksins eða tengið í það: http://hdl.handle.net/1946/2394

Titill: 
  • Starfsánægja náms- og starfsráðgjafa í grunn- og framhaldsskólum: Áhrifaþættir og ávinningur
Námsstig: 
  • Meistara
Útdráttur: 
  • Markmið þessarar rannsóknar er að skoða hvort náms- og starfsráðgjafar í grunn- og framhaldsskólum á Íslandi eru ánægðir í starfi. Mælitæki og líkan Evrópsku starfsánægjuvísitölunar (EEI), sem greinir almenna stöðu starfsánægju og hvatningar ásamt hollustu og tryggð starfsmanna, var notað. Einnig eru í líkaninu metnir sjö áhrifaþættir starfsánægju og hvatningar. Svör fengust frá 89 náms- og starfsráðgjöfum í grunn- og framhaldsskólum landsins eða 75% af þeim 119 sem í starfi eru. Starfsánægja, áhrifaþættir hennar, hollusta og tryggð náms- og starfsráðgjafa var borin saman við Íslensku starfsánægjuvísitöluna en hún byggir á svörum ríflega 3.300 aðila í fjölbreyttum starfsstéttum. Náms- og starfsráðgjafar virðast almennt vera ánægðir í starfi og er starfsánægjuvísitala þeirra heldur hærri Íslenska starfsánægjuvísitalan. Ekki kom fram munur á starfsánægju þeirra sem starfa í grunn- og framhaldsskólum. Munur kemur þó fram á hollustu og tryggð náms- og starfsráðgjafa eftir skólastigum. Náms- og stafsráðgjafar í framhaldsskólum meta tryggð sína hærra en þeir sem starfa í grunnskólum, sem eru þá líklegri til að skipta um vinnustað en þeir sem starfa í framhaldsskólum. Þessi niðurstaða er áhyggjuefni en um leið sóknarfæri. Mikilvægt er að huga að því hvernig efla megi náms- og starfsráðgjafa almennt til frekari starfsþróunar en jafnframt að skoða starf og starfsskilyrði þeirra og þá ekki síst á grunnskólastigi.

Samþykkt: 
  • 2.5.2009
URI: 
  • http://hdl.handle.net/1946/2394


Skrár
Skráarnafn Stærð AðgangurLýsingSkráartegund 
Bryndís jóna- MA-loka prentun.pdf454.63 kBOpinnHeildartextiPDFSkoða/Opna