is Íslenska en English

Lokaverkefni (Bakkalár)

Háskóli Íslands > Hugvísindasvið > B.A. verkefni - Hugvísindasvið >

Vinsamlegast notið þetta auðkenni þegar þið vitnið til verksins eða tengið í það: http://hdl.handle.net/1946/2400

Titill: 
  • Bókverkið í listsköpun Dieters Roth. Þrjár sneiðmyndir: konkret-verkin, Mundunculum og A Diary (of the year 1982)
Námsstig: 
  • Bakkalár
Útdráttur: 
  • Í þessari ritgerð er bókverkið skoðað sem miðill í listsköpun Dieters Roth (1930-1957) en hann var fjölhæfur og afkastamikill listamaður, með annan fótinn á Íslandi í um 40 ár. Dieter vann með flesta þá listmiðla sem þekkjast. Hann lagði meðal annars mikla rækt við bókverkagerð og útgáfu þeirra en á ferli sínum gaf hann út rúmlega 300 bókverk. Í upphafi ritgerðarinnar er fjallað almennt um bókverk sem listmiðil, íslensk bókverk og bókverkaeign Nýlistasafnsins, sem varðveitir stærsta safn íslenskra bókverka. Að því búnu er fjallað um valin bókverk Dieters en þau þykja marka tímamót á ferli hans. Það eru fyrstu bókverkin sem hann gerir og vann í anda svissnesku konkret-listarinnar, bókin Mundunculum þar sem Dieter býr til nýtt táknkerfi og að lokum sýningarskráin, A Diary (of the year 1982), þar sem hann tekur upp nýjar vinnuaðferðir við framleiðslu bókverka og sýningarskráa. Útlitsleg einkenni verkanna eru dregin fram, ásamt þeim hugmyndum sem liggja þeim að baki og forsaga þeirra skoðuð.
    Bókverk Dieters bera vott um listamann sem var tilbúinn að feta ótroðnar slóðir. Ákveðin tilraunastarfssemi er undirliggjandi í bókverkum hans, eins og sjá má af þeim verkum sem hér eru til umfjöllunar. Með konkret-bókverkunum vann Dieter til að mynda með hnífa til að gera valin verk nákvæmari, jafnvel stærðfræðilegri, og í Mundunculum reyndi hann að búa til nýtt tjáningarkerfi. Þegar hann vann svo sýningarskránna A Diary (of the year 1982) fer hann að vinna í anda svokallaðra afrituðu bóka. Með þeim gerði hann tilraunir með annars óhefðbundna prentmiðla þegar hann vann að útgáfu efnis í hans nafni. Framlag Dieters til bókagerðarlistar virðist því hafa verið verulegt og má segja að hann hafi lífgað upp á miðilinn með þrotlausum tilraunum.

Samþykkt: 
  • 4.5.2009
URI: 
  • http://hdl.handle.net/1946/2400


Skrár
Skráarnafn Stærð AðgangurLýsingSkráartegund 
tkoma_fixed.pdf11.85 MBOpinnHeildartextiPDFSkoða/Opna