is Íslenska en English

Lokaverkefni (Bakkalár)

Háskóli Íslands > Félagsvísindasvið > B.A./B.Ed./B.S. verkefni - Félagsvísindasvið >

Vinsamlegast notið þetta auðkenni þegar þið vitnið til verksins eða tengið í það: http://hdl.handle.net/1946/24014

Titill: 
  • Sjálfsvíg ungra karlmanna og skaðlegar kynjahugmyndir
Námsstig: 
  • Bakkalár
Útdráttur: 
  • Ritgerð þessi er lokaverkefni mitt til BA-gráðu í félagsfræði við Háskóla Íslands. Um heimildaritgerð er að ræða þar sem skoðað er hvort eitthvað í félagsmótun og félagslegu umhverfi ungra karlmanna á aldrinum 15-24 ára á Íslandi ýti undir eða valdi því að að þeir taka frekar líf sitt en ungar konur. Ungir karlmenn virðast einangrast tilfinningalega, eiga erfiðara með að tjá sig um vanlíðan sína sem getur aukið líkur á sjálfskaðandi hegðun. Til grundvallar eru lagðar tvær íslenskar rannsóknir sem skoða tíðni sjálfsvíga í tilteknum aldurshópi en hrina sjálfsvíga átti sér stað á Austurlandi á árunum 1984-1991 þar sem 17 ungir karlmenn tóku líf sitt. Til að varpa ljósi á það hvort skaðlegar kynjahugmyndir geti valdið því að ungir menn upplifi viðlíka vonleysi og endi líf sitt eru skoðaðar nokkrar kynjakenningar sem sýna hvernig hin kynjaði veruleiki getur haft áhrif á líðan og möguleika karla og kvenna.
    Ekkert í niðurstöðum þeirra rannsókna sem stuðst var við í vinnslu þessarar ritgerðar gefa til kynna að skaðlegar kynjahugmyndir séu beinn valdur þess að ungir menn á Íslandi telji lífið ekki þess virði að lifa því. Hins vegar má merkja ákveðnar vísbendingar um að kynjakerfið sem við búum við sé að mörgu leyti orðið úrelt, skaðlegt konum og körlum og ýti ekki beinlínis undir jafnrétti kynjanna.

Samþykkt: 
  • 27.4.2016
URI: 
  • http://hdl.handle.net/1946/24014


Skrár
Skráarnafn Stærð AðgangurLýsingSkráartegund 
BA ritgerð-vor 2016-Skemman.pdf351.16 kBOpinnHeildartextiPDFSkoða/Opna
Yfirlýsing_Hrönn.pdf315.38 kBLokaðurYfirlýsingPDF